Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 25
dýragarðinn, gróðurinn, mannlífið,
listasýningu eða nutu samveru með
þessum frábæru vinum okkar og nutu
þess einfaldlega að vera til.
Öll komum við þreytt og sæl eftir
góðan dag á hótelið og eftir smápásu,
hjá sumum allavega var haldið á
MacDonalds þar sem haldið var upp
á afmæli eins í hópnum. Eftir það fór
hópurinn í ýmsar áttir, sumir heim að
hvíla sig, aðrir á bæjarrölt með við-
komu á hinum ýmsu veitingahúsum,
aðrir skoðuðu sig um. En óhætt er að
fullyrða það að allir sofnuðu sælir að
lokum.
Næsta dag fórum við öll saman í
hádegisverðarboð til vina okkar
í Balder er höfðu heimsótt okkur
sumarið áður á íslandi. Tóku þau
fagnandi á móti okkur.
Eftir að hafa skoðað aðstöðuna hjá
þeim snæddum við með þeim hádeg-
isverð.
Já og hluti hópsins skoðaði líka að-
stöðuna víðar á svæðinu, sjúkrahús
og kaffistofu auk n.k. námsflokka
fýrir geðfatlaða. Var gaman að sjá
hvað við höfum verið að hugsa og
framkvæma margt á svipuðum nótum
hér heima og þarna ytra.
Þau buðu okkur í siglingu um
skerjagarðinn sem Stokkhólmur
stendur á með leiðsögn á 6 tungu-
málum. Siglt var undir óteljandi brýr,
um skipaskurði og fengum við frá-
bæra fræðslu um borgina. Eftir það
fóru sumir heim á hótel, aðrir í leið-
angur í akademískar bókabúðir o.fl.
Aðrir röltu um nágrennið, einhverjir
stúderuðu neðanjarðarlestirnar, já
nóg var við að vera og hópurinn
skemmtilega breiður.
Það var svo gaman að sjá hvernig
hver og einn í hópnum dafnaði og
spreytti sig á hinum fjölbreyttu verk-
efnum. Samstaðan var mikil og allir
hjálpuðust að þannig að hver og einn
naut sín til fullnustu. Svíarnir vinir
okkar höfðu það líka á orði að það
væri mjög mikil breyting á hópnum
milli ára, við værum öll orðin örugg-
ari og opnari. Enda held ég að þessi
ferð hafi verið ómetanleg fyrir okkur
og ekki síst fyrir hinn mikla undir-
búning, sænskunámskeiðið og söfn-
unin hefur án efa þjappað okkur vel
saman. Margir í hópnum eiga við
fælni að striða og tókst okkur vel að
ráða við það. En sumir voru að
spreyta sig á að vera með öðrum í
herbergi, fara í lestir, strætó, ferjur,
bjarga sér sjálfir í ókunnu umhverfi
og tala erlent tungumál, sjá um lyfja-
gjöf, peningamál og annað. Margt var
til að takast á við.
Síðasta kvöldið okkar í Sviþjóð
fórum við saman út að borða á
frábærum veitingastað Charles Dick-
ens og nutu allir lífsins við góðar
veitingar í frábærum hóp. Eins og
áður voru sumir þreyttir en aðrir
hurfu út í nóttina. En allir voru á
sínum stað morguninn eftir og
kvöddum við Svíþjóð með miklum
söknuði er líða tók á morguninn. Eftir
klst. akstur komum við á Arlanda og
að sjálfsögðu var kíkt í fríhöfnina
o.fl. Þreyttur en ánægður hópur skil-
aði sér heill heim og flestir höfðu
vaxið heilmikið hið innra við þessa
ferð og náði hún þvi tilgangi sínum
og markmiðum Víðsýnar. Þökkum
við þeim fjölmörgu er lögðust á eitt
til þess að draumurinn yrði að veru-
leika.
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Alyktun
aðalfundar ÖBÍ
Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands, haldinn 21. október árið
2000, gerir þá kröfu til Alþingis að það gangist við ábyrgð sinni
gagnvart öryrkjum eins og öðrum landsmönnum. Alkunna er að
almannatryggingar eru hér umtalsvert lakari en víðast hvar í Vestur-
Evrópu. Með margvíslegum aðgerðum og aðgerðaleysi hafa íslensk
stjómvöld orðið þess valdandi að kaupmáttur öryrkja er almennt lakari nú
en hann var fyrir rúmum áratug og hefur í mörgum tilvikum minnkað á
síðustu fimm árum - mestu uppgangsárum einnar tekjuhæstu þjóðar ver-
aldar.
Sú einangmn sem öryrkjum er gert að búa við ber ekki aðeins vott um
alvarlegan siðferðisbrest heldur einnig efnahagslega skammsýni. Vilji
ráðamenn rétta hlut öryrkja má þeim fullljóst vera hvernig því verður best
við komið. Kerfi bótagreiðslna að viðbættum áhrifum skattkerfis tryggir
að hækkun helstu bótaflokka gagnast þeim fyrst og fremst sem verst eru
settir, en hefur lítil sem engin áhrif á kjör annarra.
Til að aflétta þeirri ijárhagslegu neyð sem öryrkjar búa við ber brýna
nauðsyn til að grípa til eftirtalinna aðgerða:
Hækka tryggingabætur verulega til að íslensk þjóð geti skamm-
laust borið sig saman við þær lýðræðisþjóðir sem sambæri-
legar eru henni að þjóðartekjum.
Draga verulega úr þeim harðneskjulegu tekjutengingum sem
öryrkjum er gert að bua við - tekjutengingum sem eiga rík-
an þátt í að brjóta niður einstaklinga og fjölskyldur. Hverfa
algjörlega frá tengingu við tekjur maka.
Hækka skattleysismörk og hverfa að fullu frá skattlagningu
húsaleigubóta.
Skila öryrkjum að fullu og öllu þeim niðurgreiðslum sem þeir
áður nutu til lyfjakaupa, símanotkunar og bifreiðakaupa -
nauðsynja sem varða öryrkja meira en flesta aðra og vega
hlutfallslega mun þyngra í heildarútgjöldum þeirra.
Afla ítarlegra upplýsinga um þann margvíslega sparnað sem
hlytist af eflingu almannatrygginga og kynna niðurstöð-
urnar eigi síðar en hálfu ári fyrir næstu þingkosningar.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
25