Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Page 26
Magnús Ólason, yfirlæknir verkjasviðs,
Reykj alundi endurhæfingarmiðstöð:
Um bakvandamál og verkja-
meðferð á Reykjalundi
Langvinnir bakverkir eru með-
al algengustu heilbrigðis-
vandamála í hinum vestræna
heimi. Álitið er að allt að 85-90%
allra fái bakverki einhvern tíma á
ævinni. Árlega er talið að allt frá 15
til 45% allra fái bakverki eða að með-
altali um 30% (80.000 íslendingar?).
Nýleg könnun í Bretlandi sýndi
12,7% aukningu á árlegri tíðni bak-
vandamála þar í landi á síðustu 10
árum og mælist hún nú 49,1% (1).
Flestir sem fá bakverki ná sér fljótt,
60-70% á 6 vikum og 80-90% á 3
mánuðum (2). Tiltölulega lítið hlut-
fall einstaklinga losnar því ekki við
bakverkina og situr uppi með lang-
vinn bakvandamál. Bati þeirra sem fá
langvinna bakverki er oftast hægur
og þeir þarfnast oft mikillar þjónustu
heilbrigðiskerfisins. Örorka af völd-
um bakverkja hefur farið vaxandi á
síðustu áratugum (3). Hvorki hvíld né
fjarvistir frá vinnu virðast gagnast
einstaklingum með bakvandamál.
Hafi bakverkur ekki horfið innan
þriggja mánaða er talið ráðlegt að
hefjast sem fýrst handa við endur-
hæfingu (4).
Langvinn bakvandamál
Langvinnir bakverkir eru meðal al-
gengustu orsaka óvinnufærni. I
Bandaríkjunum eru bakverkir taldir
algengasta orsök minnkaðrar færni
einstaklinga innan við 45 ára aldur,
næstalgengasta ástæða þess að leitað
er til læknis og þriðja algengasta
ástæða uppskurða (2).
Bakvandamál hefur reynst erfitt að
skilgreina. Orsakir bakverkja geta
verið af ýmsu tagi. Liðþófarnir
(brjóskið milli hryggjarliðanna)» eru
mikilvægir fyrir eðlilega ljöðrun og
starfsemi hryggjarins. Breytingar í
liðþófunum eru líklega meðal al-
gengustu orsaka langvinnra bak-
vandamála (brjósklos, brjóskeyðing
eða slit). Það þarf því ekki að koma á
óvart að reykingar skuli í dag vera
Magnús Ólason yfirlæknir
taldar meðal áhættuþátta og orsaka
bakvandamála. Súrefnismettun í
blóði reykingamanna er að meðaltali
lægri en hjá þeim sem ekki reykja og
viðkvæmir vefir líkamans (eins og
brjósk) hrörna því fyrr hjá reykinga-
mönnum. Þá telja sumir að bakverkir
séu oftast af óljósum orsökum (3) eða
að upprunaleg orsök þeirra sé ekki
lengur til staðar. Þetta á m.a. við um
einstaklinga sem hafa farið í aðgerð
og brjósklos verið fjarlægt en verk-
irnir hverfa ekki þrátt fyrir það.
Seinni tíma rannsóknir hafa auk þess
sýnt að margir hafa brjósklos án þess
að vita af því (5). Æ fleiri rannsóknir
hafa á seinni árum rennt stoðum
undir þá kenningu að atferlisfræðileg
og sálræn atriði skipti miklu máli um
það hvort einstaklingar losni við bak-
verki eður ei. Ótti við verki og það að
hreyfa sig lítið eða sinna ekki starfi
sínu vegna verkja er talið auka lík-
urnar á því að verkir verði langvar-
andi (6,7).
í seinni tíð hefur tilhneigingin verið
sú að tala um langvinna bakverki hafi
þeir staðið lengur en í 6-12 vikur.
Þegar kemur að meðferð og endur-
hæfingu þeirra sem eiga við langvinn
bakvandamál að etja er mikilvægt að
heljast handa sem fyrst. Það hefur
sýnt sig að ekki gengur að meðhöndla
langvinna bakverki á sama hátt og þá
sem varað hafa skemur. Bólgueyð-
andi lyf og verkjalyf geta hjálpað til
að byija með en ekki til lengdar.
Gegn flestum sterkari lyljum (mor-
fíni og skyldum efnum) myndar lík-
aminn þol og ekki gengur að nota slík
lyf þegar stöðugt þarf að auka
skammtana.
Verkjasvið Reykjalundar
Á Reykjalundi er starfrækt sérstakt
meðferðarsvið þar sem fengist er við
langvinn verkjavandamál af ýmsu
tagi. Verkjasvið Reykjalundar hefur
verið í stöðugri þróun síðastliðin 10-
15 ár. Á sviðinu starfa m.a. læknar,
félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingar,
sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, íþrótta-
fræðingar og sálfræðingur. Meðal-
dvalartími einstaklinga sem koma til
meðferðar á verkjasviði Reykjalund-
ar er 7 vikur. Fyrstu tvær vikurnar fer
fram mat á einstaklingnum auk þess
sem hann tekur þátt í fræðslu af ýmsu
tagi, svo sem bak- og verkjaskóla,
líkamsvitundar- og slökunarnám-
skeiðum. Dregið er úr notkun verkja-
stillandi lyfja og þeim síðan hætt (hjá
öllum sjúklingunum). Gigtarlyf eru
notuð þegar við á. Svefhtruflanir eru
leiðréttar með lyfjum ef þarf, en forð-
ast er að nota hefðbundin svefnlyf
(róandi lyf). Kappkostað er að taka á
vanda einstaklinganna frá öllum
hliðurn og sérstaklega hugað að and-
lega þættinum. Það er eðlilegt að ein-
staklingur sem hefúr búlð við verki
mánuðum og jafnvel árum saman búi
við streitu, spennu, kvíða og jafnvel
þunglyndi. Ef ekki er tekið á þessum
afleiðingum verkjanna næst aldrei
fullkominn árangur. Nokkrir sjúkl-
inganna hafa fengið hugræna atferlis-
meðferð hjá geðlækni eða öðru sér-
þjálfuðu starfsfólki verkja- og geð-
sviðs Reykjalundar. Megináhersla er
lögð á að auka færni sjúklinganna
fremur en að losa þá alveg við verk-
ina sem oftast er óraunhæft markmið.
26