Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Page 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Page 28
Stuðningshundar hreyfihamlaðra Víða er á vettvangi að mál- efnum fatlaðra vikið og margan fróðleiksmolann að finna þar sem maður á máske ekki á honum von. I blaði Hundaræktarfé- lags Islands, er ber það virðulega heiti Sámur, er að finna langa grein með yfirskriftinni hér að ofan. Undirfyrirsögn er svo: Efla sjálf- stæði þeirra og getu til að bjarga sér í daglegu lífi. Ritstjóri fór því að glugga í grein þessa og sá að hér var vitnað í Finnland og sagt að slíkir stuðnings- hundar hafi verið þjálfaðir þar í sex ár og starfsemin sé skipulögð og kost- uð af Öryrkjabandalagi Finnlands. Sagt er frá því að þjálfun sé ströng enda hundunum margar kúnstir kenndar s.s. opna hurðir, slökkva/kveikja ljós, draga hjólastóla og taka upp hluti. Einnig eru sérþarfir tilvonandi “eiganda” kenndar í lok þjálfunar s.s. klæða hann úr skóm og vettlingum, sækja póst, fara með föt í óhreina tauið og rusl í ruslakörfuna o.s.ffv. Lögð er mikil áhersla á að hund- urinn nái góðu sambandi við “eig- anda” sinn og þess vegna verða aðrir fjölskyldumeðlimir að vera “óvirkir” gagnvart hundinum. Hundarnir eru ávallt í eigu Öryrkja- bandalags Finnlands, en afhentir gjaldlaust til þeirra hreyfihömluðu er um það sækja og sem skuldbinda sig til að viðhalda þeirri þjálfun er hund- urinn hefur fengið. Nefnt er í greininni að útivera þessa fólks hafi aukist með því að hafa stuðningshund. Einnig er greint frá jákvæðri umsögn eins “eigandans”, Jannes, þar sem m.a. kemur fram að hundurinn hafi aukið öryggistilfinningu og sjálfsálit hans. Og lokaorð greinarinnar eru frá þess- um Janne þar sem hann segir: “Ég er mjög hamingjusamur maður að hafa fengið þennan hund”. Hundur Jannes heitir Börje sem þekkir alla í ijölskyldunni með nafni, Janne segir nafnið og Börje fer og ýtir við henni eða honum. Börje kann að taka upp farsímann og koma með lykla til Jannes svo dæmi séu tekin. Ritstjóra varð hugsað til æskuáranna og uppáhaldshundanna sinna sem sönnuðu það oft hve mikið vit þeir höfðu og gátu Iiðsinnt við ýmislegt þó án allrar þjálfunar væru. Það yljaði að lesa um þessa ferfættu liðs- menn fatlaðra í Finnlandi. Gunnar G. Bjartmarsson Gunnar G. Bjartmarsson öryrki: Tilfærsla mál- efna öryrkja til sveitarfélaga frá ríki r Eg vara við því að flytja alla þjónustu við fatlaða til sveitarfé- laganna frá ríkinu. Þetta er gert í ljósi flutnings grunnskólans til sveit- arfélaganna frá ríkinu, þar sem ekki hefur komið nægilegt fjármagn. Sum sveitarfélögin eru að sligast undan því að hafa þurft að taka við grunn- skólanum. Af tvennu illu er væn- legast að hafa þetta áfram hjá ríkinu. Það eru til sveitarfélög í þessu landi sem hafa einungis 30 íbúa og það sjá allir að þau geta ekki veitt þá þjón- ustu sem þeim ber samkvæmt lögum. Ég skora á þingmenn að skoða vel og vandlega flutning á þessum mál- efnum. Lítil sveitarfélög hafa ekki bolmagn til að takast á við svo stórt verkefni, þau eiga alveg nóg með grunnskólann sinn. Allt þetta út- heimtir nægilegt íjármagn ásamt nægum mannafla með þekkingu sem er kannski ekki til staðar í hinum fámennari sveitarfélögum. Öryrkjar almennt væru betur settir með sín mál hjá ríkinu, þó svo að þau séu ekki í nógu góðum farvegi, þá óttast ég að þau verði ekki betur sett ef það á að færa þau til sveitarfélaganna. Aðildarfélög Öryrkj abandalagsins þurfa því að standa fast á sínu og tryggja þá nægjanlegt fjármagn , ef til þess kemur að færa þessi mál frá ríkinu til sveitarfélaganna. Gunnar G. Bjartmarsson. H.S. 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.