Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 31
bærilegar því sem var í upphafi ára-
tugarins sagði hann:
“Ef eitthvað er hafa öryrkjar fengið
ennþá verri útreið. Að mínu mati,
herra forseti, er einn ljótasti smánar-
bletturinn á velferðarkerfinu íslenska,
eins og það hefiir verið útleikið eftir
hremmingar s.l. tíu ára, smánarlega
lág samfélagsleg laun öryrkja, jafnvel
fólks sem ungt að árum hefur misst
starfsorkuna, svo ekki sé talað um
hina niðurlægjandi tengingu bótanna
við laun maka.”
Þingmaðurinn sagði að góðærinu,
sem allar ræður forsætisráðherra hæf-
ust á, væri harla misskipt: “Ákveðnir
hópar hafa sannarlega efnast hratt á
undanförnum árum. Hlutur þeirra
hefur síðan verið gerður enn betri,
m.a. með skattalegum ívilnunum sem
taka til fjármagnsgróða og hlutabréfa-
viðskipta á sama tíma og skattbyrðin
hefur sannarlega þyngst á lægstu
laununum gegnum það að skattleysis-
mörk hafa ekki fylgt verðlagsþróun.”
Þá sagði Steingrímur: “Ríkisstjórn-
in sýnir ótrúlegt tómlæti gagnvart
vanda annarra aðila í samfélaginu.
Hænufet hafa verið stigin með löngu
millibili nú upp á síðkastið til að bæta
hag öryrkja og aldraðra, en oftar en
ekki tekin jafnharðan aftur, t.d. með
breytingum og hækkun lyfjakostnaðar
eða öðrum slíkum hlutum.”
S v e r r i r
Hermanns-
son, formaður
Frjálslynda
flokksins, fór
hörðum orð-
um um fram-
göngu síns
gamla flokks,
Sjálfstæðis-
flokksins. I
upphafi máls
síns vitnaði
hann í og
gerði að sín-
um eftirfar-
andi ummæli
Nóbelsverð-
launahafans
Giinter Grass: “Það gildir hið sama
um kapítalistana og kommúnistana.
Þeir trúa sinni eigin lygi.”
Sverrir hélt því fram að að kapítal-
ismi í ógeðfelldri mynd hefði náð
heljartökum á íslensku efnahagslífi.
“Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið
sína fyrri fijálslyndu stefnu í grund-
vallaratriðum. Kjörorðinu Stétt með
stétt hefur verið varpað fyrir ofurborð
og flokkurinn gerst verkfæri í hönd-
um sérhagsmunaklíkna. Auðvald, í
höndum fárra, hefur náð undirtök-
unum og Framsóknarflokkurinn
gengur gírugur undir jarðarmenið.”
Þingmaðurinn velti því fyrir sér
hvort forsætisráðherra tryði þeim
orðum sínum sem að framan var vitn-
að til um að þess hafi sérstaklega
verið gætt að kaupmáttaraukningin
næði einnig til öryrkja. “Skyldi Davíð
sjálfur trúa þessu?” spurði Sverrir og
bætti við: “Að minnsta kosti ber hann
þetta á borð fyrir fólkið sem mætti hér
á Austurvelli við þingsetningu í gær,
án þess að blikna eða blána.”
Þá vitnaði Sverrir í eina þeirra fjöl-
mörgu staðfestinga sem fram hafa
komið um vaxandi neyð öryrkja og
sagði:
“I febrúar á þessu ári gerði Rauði
kross Islands kjarakönnun meðal
landsmanna um stöðu þeirra sem
minnst mega sín í þjóðfélaginu. í ljós
kom að bilið milli fátækra og þeirra
sem betur mega sín fer breikkandi. Sí-
fellt fleiri þurfa að leita hjálpar til að
geta fleytt fram lífi sínu. Hópar lág-
launafólks, einstæðinga, öryrkja og
aldraðra búa við svo þröngan kost að
um sára fátækt er að tefla. Þetta eru
staðreyndirnar sem við blasa á hinu
auðuga íslandi. Hvers vegna? Vegna
þess að auðvaldið hefur náð undir-
tökum og þjónar undir sína menn. Það
er stefnuskráratriði nýfrjáls-
hyggjunnar, thatcherismans, að
minnka samfélagsþjónustuna. Liður í
framkvæmd þeirrar stefnu er m.a.
milljarða hækkun lífsnauðsynlegra
lyfja, sem fátækir hafa ekki lengur ráð
á að kaupa. Og svo stendur hér höfuð-
paur kapítalistanna og slengir því
framan í þjóðina að öll þau skref sem
ríkisstjórnin hafi stigið undirstriki
þann vilja hennar að varðveita og efla
kaupmátt þessara hópa.”
Síðar í ræðu sinni gerði þing-
maðurinn að umtalsefni innsetningar-
ræðu forseta íslands við embættis-
tökuna síðastliðið sumar: “I innsetn-
ingarræðu sinni 1. ágúst taldi forseti
íslands sig tilneyddan að fara langt út
fyrir þann ramma, sem gilt hefir um
forsetaembættið og sátt ríkt um, til að
vara við misskiptingu gæðanna, vax-
andi hættumerkjum um fátækt og
bjargarleysi.”
Sverrir Hermansson:
Forseti íslands sá sig
tilneyddan til að vara
við misskiptingu
gæðanna, vaxandi
hættumerkjum um
fátækt og bjargar-
leysi.
Katrín Fjeldsted vakti athygli á því
sem fram hafði komið í ræðu for-
sætisráðherra að samanlagður af-
gangur á ríkissjóði árin 1999,2000 og
2001 yrði um 80 milljarðar. Hún
sagði það viðkvæman tíma í lífi
flestra þegar börnin væru að vaxa úr
grasi. “Annar mikilvægur tími eru efri
árin og er mikilvægt að aldraðir geti
orðið sáttir við sinn hlut í íslensku
þjóðfélagi. Hið sama gildir um ör-
yrkja.”
Þá sagði Katrín: “Ég vil að lokum
hvetja ykkur, áheyrendur góðir, til að
hafa náið samstarf við okkur alþingis-
menn sem störfum hér í ykkar um-
boði.”
Ólafur Örn Haraldsson gerði
ástandið á höfuðborgarsvæðinu að
umtalsefni og sagði í því sambandi
m.a: “Hin gífurlega fólksljölgun hér
kallar á brýnar aðgerðir í byggða-
málum á höfuðborgarsvæðinu, að-
gerðir sem m.a. felast í vegamálum,
húsnæðismálum, löggæslu, fíkniefna-
málurn og margvíslegum stuðningi
við aldraða, sjúka, fatlaða og fátæka.
í Reykjavík er líka að finna fólk, þar
á meðal einstæða foreldra, sem hafa
svokallaðar lægri millitekjur. Þetta
fólk hefur svo sem flest það sem þarf
til hnífs og skeiðar og brýnustu nauð-
synjar, en það getur sig varla hreyft
vegna hinna lágu launa. Lausn slíkra
verkefna, sem ég hef hér nefnt, í
Reykjavík eins og annars staðar á
landinu bíður okkar.”
Þuríður Backman sagði að vissu-
lega bæri að þakka gott aðhald og
styrka efnahagsstjórn. “En fyrir það
markmið að skila 26 milljarða króna
tekjuafgangi ríkissjóðs á þessu ári og
30 á því næsta munu mjög margir
hópar þjóðfélagsins líða sárlega. Þetta
eru aldraðir, öryrkjar, sjúklingar,
fátæklingar og enn fleiri sem vegna
óeðlilegs aðhalds í ríkisrekstri munu
búa áfram við bág kjör og lífsgæði.
Það er áfellisdómur fyrir ríkis-
stjómina að í öllu góðærinu hafi þótt
ástæða til að stofna samtök gegn fá-
tækt. Lífskjör einstæðra foreldra,
bótaþega almannatrygginga og fólks í
láglaunastörfum verður að bæta og til
þess hefði þurft að ráðstafa hluta af
tekjuafgangi ríkissjóðs.”
G.Sv.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
31