Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Síða 33
Læknarnir þrír, Þorkell, Árni og Kristinn.
Vilhjálmsson að stýra málþinginu.
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis-
og tryggingaráðherra flutti þessu
næst ávarp.
Hún sagði þau hjá LHS mikla
keppnismenn sem alltaf væru að
skora hjá sér. Hún sagði alla sann-
gjarna gagnrýni nauðsynlega en
meginatriði væri forgangsröðun í
heilbrigðisþjónustunni, þar sem
menn yrðu að velja og hafna.
Aðalatriðið væri að allir fengju
þjónustunnar notið á jafnræðisgrund-
velli án tillits til þess hver efnahagur
væri.
Hún þakkaði LHS hinn mikilvæga
stuðning þeirra við sameiningu
sjúkrahúsanna í Reykjavík og um leið
hinar dýrmætu tækjagjafir LHS svo
víða og af svo mikilli rausn.
Takmarkið ætti alltaf að vera það að
við íslendingar værum í fremstu röð.
Þá flutti Matthías Halldórsson að-
stoðarlandlæknir hið merkasta erindi.
Hann kvað kransæðasjúkdóma
nánast óþekkt fyrirbæri á fyrstu árum
aldarinnar. Um og upp úr 1970 hefðu
einhvers konar hjartakvillar verið
orðin langalgengasta dánarorsökin en
síðan þá hefði dánarhlutfallið sífellt
farið lækkandi. Hann minnti á að um
1960 hefði varla verið um áhættu-
þætti rætt eða engin áhersla á þá lögð.
Hann minnti á þá s.s. reykingar, of-
fitu, háan blóðþrýsting, hátt kólest-
eról, hreyfingarleysi, streitu og mikla
áfengisneyslu. Öllu þessu gætum við
breytt.
Hinu gætum við ekki breytt sem
tengdist kyni, erfðum og aldri.
Hann rakti svo ávinninga ýmsa:
reykingatíðni stórminnkað, mikið
unnist varðandi háan blóðþrýsting og
hátt kólesteról, hreyfing fólks al-
mennt meiri. Hins vegar færi offitan
stórvaxandi, ótrúleg aukning í raun
og tjölgun “ístrubelgja” af báðum
kynjum mikil. Streitan hefði heldur
ekki minnkað nema síður væri og
nefndi hættuna af allri færibanda-
vinnu í þessu sambandi.
Hann kvað fólk eiga að vera vel
meðvitað um áhættuþættina, hann
kvað stjórnvöld geta komið að mál-
um á margan hátt, en breytt varanleg
hegðun til bóta best hjá fólki.
Matthías sagði að við stæðum vel í
samanburði við aðrar þjóðir bæði
hvað aðstöðu alla varðaði svo og ætt-
um við vel menntaða lækna og annað
heilbrigðisstarfsfólk.
Lokaorð hans voru um að framlög
til heilbrigðisþjónustunnar borguðu
sig svo sannarlega.
Helgi Már Arthúrsson fræðslufull-
trúi lýsti á glöggan og næman hátt
reynslu hjartasjúklings. Rakti við-
brögð sín tveim dögum eftir hjarta-
áfallið, fúll og reiður, þótti þetta afar
ósanngjarnt hjá 46 ára gömlum
manni. Áfallið varð úti í Finnlandi
og skapaði það ýmis viðbótarvanda-
mál, því allir töluðu finnsku. Hann
lýsti þrekleysi sínu og slappleika vel
en í Finnlandi var hann í hálfan
mánuð, fór svo í æðaútvíkkun hér
heima sem var ævintýri líkust, því á
meðan hlýddi hann á hádegisfréttir.
Sagði svo frá sínu mikla láni að kom-
ast á Reykjalund, þar sem endur-
hæfing öll var einstaklega góð, enda
náðist þrekið ótrúlega upp.
Svo kom að hvunndeginum þar sem
alvaran tók við með sínum mörgu
vandamálum. Hvað mátti bjóða sér?
Mataræðið fyrir bí. Ekki fara i sama
lífsmunstrið aftur. Taka fullt mark á
viðvörunum líkamans.
Lýsti inn í lífsmunstrið nú: reyk-
ingar ekki inni í myndinni, þrek-
æfingar, líkamsrækt og hjólað af
Fundarstjórar landsþingsins, Guðmundur og Dóróthea.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
33