Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 36
AF STJÓRNARVETTVANGI
Fundur var haldinn í stjórn
Öryrkjabandalags íslands
þriðjudaginn 26. sept. og
hófst kl. 16.45. Formaður, Garðar
Sverrisson setti fund og bauð fólk
velkomið. Síðan kynntu menn sig.
Fulltmar 18 félaga vom mættir á
fundinn. Gísli Flelgason var veikur
og reit Guðríður Ólafsdóttir fundar-
gjörð.
1. Yfirlit formanns
Formaður rakti fyrst ýmsa þætti í
þátttöku okkar i norrænu samstarfi.
Frá 1999 hefur formennskan í sam-
starfi öryrkjabandalaga á Norður-
löndum verið í höndum formanns
Öryrkjabandalags Islands, fyrst
Hauks Þórðarsonar og síðan Garðars
Sverrissonar. Formennskunni fylgdi
um leið stjórnarseta í norrænni
þróunarmiðstöð hjálpartækja.
A vettvangi þessurn væri yfir-
færsla málefna fatlaðra til smærri
stjórnsýslueininga mikið rædd svo
og einkavæðing í þessum geira þar
sem ýmsar siðferðilegar spurnir
vöknuðu. Athyglisvert væri að
margfalt fjölmennari þjóðir en við
hefðu áhyggjur af tilflutningi til
smærri eininga og væru þær þó mjög
stórar miðað við okkar. Formaður
greindi einnig frá velheppnaðri
fundaferð um Austurland sem hefði
sannfært menn um það að rétt væri
að vinna með eldri borgurum að
kjara- og réttindamálum svo mjög
sem hagsmunir öryrkja og meiri-
hluta eldri borgara færu saman.
Hann ræddi einnig árangursríkt sam-
starf við kirkjuna og verkalýðs-
hreyfinguna.
Formaður minnti á þátttöku okkar í
samráðsnefnd við Tryggingastofnun
ríkisins sem margt gott hefði leitt af
sér m.a. námskeið fyrir nýmetna
öryrkja og væntanlegt örorkuskír-
teini með mynd til alhliða nota.
Fulltrúar ÖBI tækju þátt í nám-
skeiðunum með kynningu sem
hvatningu.
Þá greindi formaður frá því að
þýðingu Meginreglna SÞ hjá
Matthíasi Kristiansen væri nú lokið
og félögin fengju þær nú til yfir-
lestrar og samanburðar. Þá sagði
formaður frá því að málflutningur
fyrir Hæstarétti færi fram í rnáli
okkar gegn TR hinn 20. nóv. n.k. og
dómur svo upp kveðinn í framhaldi
af því.
Loks minnti formaður á fund
Átakshóps öryrkja 2. okt. á Hótel
Borg í tengslum við þingsetningu.
Nokkrar umræður urðu og í sam-
bandi við hjálpartækjamál minnti
Málfríður Gunnarsdóttir á sérstöðu
heyrnargeirans, þar sem verulegra
úrbóta væri þörf. Einnig benti
Kristján Sigurmundsson á mögu-
leikana á samstöðu með eldri borg-
urum vegna starfsmannaeklu í
þjónustu við bæði aldraða og fatlaða.
2. Starfssamningur við
framkvæmdastjóra
Formaður kynnti starfssamninginn
en aðalstjórn skal staðfesta slíkan
samning. Samningurinn er nær
alveg eins og starfssamningur við
núv. framkvæmdastjóra og launa-
tölur þær sömu.
Starfssamningurinn var að lestri
hans loknum samþykktur samhljóða.
3. Aðalfundur ÖBÍ 21. okt.
Helgi Seljan gjörði grein fyrir
starfi laganefndar, nefndi fyrst
nokkur atriði sem sátt væri um innan
nefndarinnar og ýmis þeirra mætti
hugsa sér að upp væru borin á aðal-
fundi. Kynnti einnig ýmsar hug-
rnyndir um breytingar m.a. frá for-
manni nefndarinnar, Arnóri Péturs-
syni og einnig Garðari Sverrissyni
sem líka situr í nefndinni, en þær
hugmyndir yrði betur að ræða.
Lagði til útvíkkun laganefndar eftir
aðalfund og ætti sú nefnd svo að
skila áliti á maífundi stjórnar 2001.
Sú skipan samþykkt en einnig það
að leggja þrjár lagabreytingar fyrir
aðalfundinn: afnám sólarlags-
ákvæðis um setu í framkvæmda-
stjórn, ákvæði um úrsögn félags úr
ÖBÍ og lögfesting kjörnefndar. Kjör-
nefnd var hins vegar kosin á fund-
inurn: Dagfríður Halldórsdóttir,
Helgi Hjörvar og Þórir Þorvarðarson.
Guðríður Ólafsdóttir bað fulltrúa fé-
laganna að reka á eftir skilum fé-
laganna á tilkynningum um fLilltrúa í
stjórn ÖBI svo og fulltrúa á aðalfund.
Kvað brýnt að þær bærust sem allra
fyrst. Minnti einnig á skýrslur nefnda
og annarra sem þyrftu að komast til
sín mjög fljótlega.
4. Yfirfærsla málefna fatlaðra
Formaður kvað fá mál hafa fengið
eins ítarlega umijöllun hjá banda-
laginu og vísaði m.a. til fjölsóttrar
ráðstefnu um málið 15.sept.
36