Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 42
Alþjóðlegi geðheilbrigðis- dagurinn 10. október Með ýmsu at- hyglisverðu móti var hald- ið upp á Alþjóðlega geð- heilbrigðisdaginn að þessu sinni. Fyrir há- degi þann dag var kynnt myndarlega verkefnið Geðrækt - heilsuefling, sem er á vegum Geð- hjálpar, Landlæknis- embættisins og geðsviðs Landspitala Háskóla- sjúkrahúss. Styrktar- aðilar eru: Delta hf, Is- lensk erfðagreining, Landsbanki Islands og Planet Pulse. Kjörorðið er: Engin heilsa án geð- heilsu. Gefið hafði verið út og dreift til gesta í einkar smekklegri möppu hið læsilegasta og fróðlegasta efni um m.a. verkefnið Geðrækt, haustdag- skrá þess, geðveika daga í Háskóla Islands (fyrirlestraijöld), námskeið um geðheilsu og geðrækt o.fl. Verk- efnið er til húsa í húsakynnum Geð- hjálpar Túngötu 7. Það var Sigurður Guðmundsson landlæknir sem setti hátíðlega athöfn á Hótel Borg og stýrði henni svo. Landlæknir sagði að full þörf væri þess að íjalla af al- vöru um geðsjúkdóma og sér virtist þjóðfélagið vera tilbúið til þess. Hann gat þess að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin teldi að af 10 sjúk- dómum sem skæðastir yrðu á næstu árum væru 5 geðsjúkdómar. Þetta verkefni, Geðrækt væri ekki einstakt átak heldur 3ja ára samfellt verkefni, þar sem margir kæmu mæta vel að. Hannes Pétursson yfirlæknir fagn- aði þessu framtaki vel, sagði geð- ræktar hér fulla þörf s.s. í öðrum löndum. Hannes sagði að Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin væri með geðheilbrigðismál í forgangsröðun. Þróunin annars staðar enda sú að vægi geðheilsu færi vaxandi. Gjörði að umtalsefni hinar skelfilegu af- leiðingar geðsjúkdóma fyrir sjúkling- ana, aðstandendurna og svo samfé- lagið í heild. Nefndi sem dæmi að þunglyndi kostaði sænska ríkið 3% af vergri þjóðarframleiðslu. Góð geðheilsa væri hverju samfé- lagi dýrmæt auðlind. Víðtækt og við- varandi samstarf yrði nú um forvarnir og geðrækt og um leið unnið gegn fordómum svo sem nú væri skipulega gjört í Evrópulöndum. Einnig lögð áhersla á að draga sem mest úr fé- lagslegri einangrun og að því beindist m.a. aukin atvinnuþátttaka. Formaður Geðhjálpar, Eydís Sveinbjarnardóttir kvað verk- efninu og þeim sem að stæðu vera ætlað að vera leiðandi afl um geð- rækt. Vökvun og næring væri nauð- syn fyrir sálina og jákvætt lífsviðhorf bráðbrýnt. Umræðan yrði að vera opin og jákvæð. Ala þyrfti börnin upp þannig að þau legðu rækt við sjálfið, en hver og einn velur svo leið til að ná árangri í eigin lífi. Héðinn Unnsteinsson, starfsmaður verkefnisins Geðrækt byrjaði á því að taka lithium - töfluna sína sem hann hafði gleymt í erli morgunsins. Héðinn minnti á að 22% landsmanna ættu einhvem tímann í lífinu við ein- hvers konar geðraskanir að glíma. í baráttunni giltu framar öðru forvamir og fræðsla. Hugmyndin að verkefninu kviknaði í maí-júní '99 og meðgangan því orðin fyllilega á fílsvísu. Hann sagði menn hafa verið orðna þreytta á að alltaf væri verið að rann- saka og kanna en ekkert raunhæft væri gjört. Gjörði grein fyrir helstu þáttum verkefnis- ins m.a. fræðsluferðum í alla skóla frá leikskólum og áfram, heimsóknum á vinnustaði og í stofnanir, fræðslu til heilbrigðis- starfsmanna og svo fram- vegis. Færði fram miklar þakkir til allra er að hefðu komið á einhvern veg. Þá undirrituðu aðilar verkefnisins og styrktar- aðilar samstarfssamning og síðan opnaði Örn Arnarson sundkappi vef Geðræktar með pompi og pragt. Landlæknir minnti svo á styrk heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis í upphafi verkefnis sem kom því í raun af stað. Hann kvaðst binda bjartar vonir við að árangur verkefnisins yrði í góðu samræmi við erfiðið. Allmargt fólk var þarna saman komið og fagnaði vel vænum áfanga til úrbóta í geð- ræktarmálum. Eftir hádegi lagði ritstjóri leið sína niður í Vin á Hverfisgötu - at- hvarf Rauða krossins fyrir geðfatl- aða, en þar var verið að setja form- lega hina fallegustu og ljölbreyttustu myndlistarsýningu. Formaður Rauða krossins, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, fagnaði hinu líflega og þróttmikla starfi sem unnið hefði verið í Vin og þar hefði listin m.a. blómgast, sem best sæist á veggjunum nú. Vinhefði reynst svo mörgum regluleg vin. Að- alatriðið væri að vera hinn virki þátt- takandi, hlutverk okkar æðst að eyða hvers konar fordómum. Opnaði svo sýninguna formlega og sannarlega var þar margt fallegt og ijarska vel unnið, bar listfengum höndum svo margra hið fegursta vitni. Og ekki var til setunnar boðið, því 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.