Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 44
Dagþjónustan að Gylfaflöt formlega opnuð Björn og Dagbjörg. Það var gnótt góðra gesta viðstatt einkar hlýlega at- höfn hinn 29. sept. sl. að Bæjarflöt 17 í Grafar- vogi þegar formlega var í notkun tekið nýtt dag- þjónustuúrræði sem hefur hlotið heitið: Dag- þjónustan Gylfaflöt. Það var Björn Sigur- björnsson framkvæmda- stjóri Svæðisskrifstofu Reykjavíkur sem stýrði athöfninni og flutti í upphafi ávarp þar sem hann kom víða við. Hann bauð gesti hjartan- lega velkomna til sam- fagnaðar þessu lengi þráða úrræði, sem nú væri orðið virkileiki dagsins. Einn áfangi af vonandi mörgum á næstu árum. Vandinn í dagþjónustuúrræðum hefði verið greindur og alveg ljóst að þörf úrræða væri mikil og brýn. Málefni barna og unglinga væru þar í brennidepli brýnust - bæði búseta og stoðþjónusta. Hann sagði okkur ekki mega gleyma örri framþróun, nefndi sem dæmi að í ársbyrjun 1999 hefði svæðisskrifstofan haft yfir að ráða 206 stöðu- gildum en 229 í árslok. Til samanburðar hefðu stöðugildin í árslok 1990 verið 54. En þrátt fyrir 775 milljón króna framlag til svæðisskrifstofu á íjár- lögum þessa árs þá væri aldrei nóg að gjört, neyðin ein ríkti alltof víða. Hjálpin væri ekki brýn á morgun - heldur í gær. Hann ræddi hina miklu og tilfinnanlegu manneklu í umönnunar- geiranum þar sem launakjörin væru aðal- orsökin, þar þyrfti úr að bæta. Þakkaði þeim mörgu er lagt hefðu máli þessu lið. Þá tók til máls Dagbjörg Baldurs- dóttir forstöðumaður dagþjón- ustunnar. Hún byrjaði á því að færa eiganda húsnæðisins (en dag- þjónustan er í leiguhúsnæði) þakkir fyrir lipurð alla í samskiptum og það að fá leyfi til þeirra breytinga er best hentuðu starfseminni. Dagþjónustan er ætluð fólki 16-25 ára, flest frá Reykjavík, nokkur frá Reykjanesi. Markmiðið væri að efla lífsleiknina, efla líkamlegan og andlegan þroska og bæta sjálfs- myndina. Þegar allt er komið í horf þá eiga að vera þarna 52 hálfs- dagsrými eða þá 26 heilsdags. Reiknað er með 15 stöðugildum þá. Dagbjörg greindi frá því að starfsemin hefði hafist sl. vor með þá takmörkuðum fjölda. Nú væri verið að undirbúa vetrardag- skrána en í dag væru þarna 32 ungmenni, þar af 3 í heils- dagsvistun. Starfið fælist bæði í hópavinnu og vinnu með einstakl- inga. Viss þemu valin fyrir hópana, handavinna, tónlist, eldhússtörf o.s.frv. Það væri farið í skoðunar- ferðir, hlustað á útvarp og horft á sjónvarp, spjallað saman, hlustað á tónlist og dansað. Dagbjörg gjörði mannekluna að umtalsefni, fólk hefði lifandi áhuga fyrir starfinu, en hefði ekki efni á að sinna því. Þar væri brýnt úr að bæta í launa- málurn. Horfði samt björtum augum fram á veginn og kvað ung- mennin einkar jákvæð, þarna væri notalegt and- rúmsloft og þau segðu að þarna liði þeim vel. Lýsti svo húsnæðinu sem gestir skoðuðu svo á eftir, en það er á tveim hæðum, vistlegt mjög og vel búið m.a. hvað tölvur varðar. Teppi mikið unnið af nemend- um skrýddi vegg einn og ljómandi myndir höfðu verið málaðar og prýddu veggi. Fríður hópur og huggulegur. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.