Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 45
Félagsmálaráðherra Páll Péturs- son, tók þessu næst til máls og lýsti sérstakri ánægju með formlega opnun dagþjónustunnar. Þegar full- rnannað væri gætu 40-42 átt þarna hið besta athvarf. Ráðherra greindi frá ákveðnu átaki hvað dagþjónustuúræði varðar í kjöl- far úttektar sem sýnt hefði vel hina brýnu þörf. Nefndi til viðbótar þessu ný úrræði í dagþjónustu á Akureyri, á Húsavík og á Hornafirði. Án dagþjónustu væru nú 29 í Reykjavík, þar af á sambýlum 14, á Reykjanesi 11, þar af 4 á sambýlum. Hann kvað svæðisskrifstofu eiga völ á meira húsnæði á 2. hæð hússins og ákvörðun um það yrði tekin innan skamms. Vænti þess einnig að áfangi yrði kynntur bráðlega í bú- setumálum. Færði öllum er nytu og að kæmu einlægar heillaóskir. Halldór Gunnarsson formaður Þroskahjálpar færði fram heillaóskir samtakanna og færði dagþjónustunni málverkið: Ljúfir tónar eftir Rut Rebekku. Sagði að Þroskahjálp hefði komið sér upp listaverka- galleríi sem gripið væri til við atburði sem þessa, það saxaðist óðurn á birgðir og heitasta óskin að atburðir yrðu svo margir og góðir að galleríið tæmdist. Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalagsins fagnaði þess- um góða áfanga, þessum gleðidegi í málaflokknum, færði dagþjónust- unni fagran blómvönd. Hann gjörði um leið launamálin að umtalsefni og kvað brýnt að stórbæta kjör þeirra sem að þjónustustörfum ynnu í þágu fatlaðra og annarra. Kristján Sigurmundsson fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags van- gefinna færði dagþjónustunni platta Styrktarfélagsins að gjöf og árnaði henni allra heilla. Gestum gafst svo tækifæri á að skoða húsakynni, sem öll eru einkar vistleg og síðan gæddu menn sér á gómsætum veitingum. Vonandi kemst starfsemin þarna sem fyrst í fullan gang til blessunar og gagns fyrir alla þá sem þangað sækja og munu sækja góða þjónustu og eiga væna vist. Megi heilladísir standa vörð um dagþjónustuna. H.S. Kristján Árnason Skálá: Þrjú smáljóð Dagsins djúp Ennþá legg ég á djúpið í dag, dögun ég sé um stefnið freyða. Og í dag skal ég dýran brag, úr djúpum vitundar ná að seiða. Eins þó ég væri ekki til, aðeins myndvarp af gleymdu ljóði. Sauðþrár andi sem ætlar skil um eilífð standa á lífsins sjóði. Bergmál af löngu liðnum óm, í leit að því sem er hvergi að finna. Fata morgana helbert hjóm á heitum sandauðnum drauma þinna. Draumaland (þýðing úr ensku.) Fræddu mig um gersemar sem glóa, griðastað er engir harmar þjá. Djúpan frið er líkist lygnu fljóti, liðast gegnum engin draumablá. Finn mér stað þar sólrík sumarblíða, sífellt ríkir innri friði vígð. Og þögnin ein mér hvíslar hljótt í eyra, í heimi þar sem engin synd er drýgð. Haust í Skagafirði Þýður blærinn gælir við heitar grundir, í gullnu rökkri nóttin svæfir daginn. Birta og skuggi eiga ástafundi, í armlögum heitum hverfa þau í sæinn. Úr húmi nætur lyftist léttur roði, lítill geisli fæddur er að morgni, nýrra heitra funda fyrirboði. Frumkraftur lífsins, sífellt endurborni. Kristján Árnason Skálá. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.