Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 46
Frá Geðhjálp Spjallað við Svein Magnússon Um leið og Sveinn Magnússon kom hingað í heimsókn feng- um við hjá honum ýmsar frétt- ir frá Geðhjálp og freistað skal þess að tína það helsta til. Sveinn segir sjö manna stjórn Geð- hjálpar nú svo skipaða: Eydís Svein- bjarnardóttir formaður og aðrir í stjórn: Karl Valdimarsson, Sigríður Kristinsdóttir, Sigursteinn Másson, Tryggvi Björnsson, Þóra K. Sigurðar- dóttir og Þórunn Gunnarsdóttir. Geð- hjálp er til húsa að Túngötu 7. Alls eru starfsmenn Geðhjálpar 19, þar af 11 starfsmenn stuðningsþjónustu búsetu og annarrar liðveislu. Fastir skjólstæðingar Geðhjálpar eru 40, en í Geðhjálp eru skráðir 580 félagar, þarna er rekið mötuneyti og þangað leita æ fleiri, en þess freistað að hafa mötuneytið með fjölskyldufyrirkomu- lagi. I félagsmiðstöðinni er við margt fengist s.s. smíðar, sauma, fondur, farið í keilu, á kaffihús og í bíó. Þar er einnig iðkuð listmeðferð (art therapy) og unnið er að því að fá iðjuþjálfa á staðinn. Þarna eru starfandi sjálf- styrkingarhópar fyrir aðstandendur m.a. og svo eru hópar fyrir einelti, fælni og kvíða, geðhvörf, geðklofa og þunglyndi. Sveinn segir þetta ganga mjög vel, segir húsfundi með skjól- stæðingum vikulega og einnig starfs- mannafundi. ann segir verulega þörf á að sinna fjármálum vel því allt byggist nú á traustri fjárhagslegri undirstöðu. Framundan er margt. Markmið stjórnar árið 2001 er að komið verði á fót upplýsingalínu (24ra stunda), aukin aðstoð við að- standendur og fá bakhjarla með reynslu fyrir þá sem eru að greinast. Sveinn leggur áherslu á það að eflt sé samstarf við þá er vinna að sömu markmiðum: Dvöl, Geysi, Geðvernd- arfélagið, Geðverndarfélag Akureyrar og Vin. Hann greinir okkur einnig frá því að sameiginlegt sumarmót hags- munafélaga fólks með geðraskanir á Norðurlöndum verði haldið hér á landi næsta ár. Sveinn víkur að stuðningsþjónustu Geðhjálpar þar sem um 30 einstakl- ingum er veitt studd búseta og önnur liðveisla, ijármagnað af félagsmála- ráðuneyti og Félagsþjónustu Reykja- víkur. Þetta fólk býr á Bárugötunni, Vestur- götu, Skarphéðinsgötu og í Þverárseli. Sveinn minnir svo á Geðrækt - verk- efnið mikla sem vel hefur farið af stað, en þess getið grannt annars staðar í blaðinu. Að lokum gladdi það sannarlega geð okkar, að Sveinn upplýsti okkur um það, að trúnaðarmaður fatlaðra hjá Svæðisráði Reykjavíkur, Hrefna Har- aldsdóttir muni verða með fasta við- talstíma hjá Geðhjálp. Sveini eru þakkaðar afar ágætar upplýsingar um leið og Geðhjálp er alls góðs árnað í bráð og lengd. H.S. Kynning fram- kvæmdastjóra r Asumardögum síðla urðu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Geð- hjálp. Við framkvæmdastjóra- starfi af Ingólfi H. Ingólfssyni tók Sveinn Magnússon. Sveinn kom hingað að beiðni ritstjóra einn hrollkaldan haustdag og niður- staðan sú, að þessu viðtali okkar yrði tvískipt, annars vegar stutt kynning á Sveini og hins vegar nokkur orð um stöðuna hjá Geð- hjálp og framtíðarverkefnin þar. Sveinn er fæddur á Selfossi 4. sept. 1957, en fluttist til Reykja- víkur eins árs með foreldrum sínum, sem eru Hanna Hofsdal Karlsdóttir og Magnús L. Sveins- son. 1977 lauk Sveinn stúdents- prófi frá hagfræðideild Verslunar- skóla Islands. Sveinn hefur síðan við ýmislegt fengist, verið m.a. að- stoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Húseiningum hf., innkaupa- stjóri hjá Stálvík hf., markaðsstjóri hjá útvarpsstöð, flugþjónn og að- stoðarframkvæmdastjóri hjá Furu ehf. Síðast starfaði hann sem full- trúi í fyrirtækjadeild Islandsbanka. Hann hefur einnig fengist við ýmis tímabundin verkefni. Sveinn er kvæntur Sólveigu A. Skúladóttur leikskólakennara og nú starfandi lánafulltrúa hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og eiga þau tvo syni, 13 og 20 ára. Framkvæmdastjórastarfinu hjá Geðhjálp fylgir svo yfirstjórn stuðningsþjónustu Geðhjálpar og verkefnisins Geðrækt. Sveinn segir starfið leggjast mjög vel í sig og verkefni séu hvarvetna á fleti fyrir. Héðan eru Sveini og Geð- hjálp sendar hlýjar hamingjuóskir. Megi starfi allra þar fylgja farsæld 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.