Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 52
Frá Klúbbnum Mynd úr myndarlegu blaði. Frá Þýzkalandsför. Geysi Hinn 8. sept. sl. hélt Klúbbur- inn Geysir upp á eins árs af- mæli sitt með myndarlegum hætti í húsakynnum sínum að Ægis- götu 7 í Reykjavík. Var þar gnótt gesta sem heimafólks og gleði ríkti í ranni. Veglegar veit- ingar voru fram bornar “að hætti hússins” og Guðrún Hannesdóttir stjórnarformaður ávarpaði gesti nokkrum vel völdum orðum. Sama dag kom út annað tölublað 1. árgangs af blaði klúbbsins sem Anna S. Valdimarsdóttir forstöðumaður er ábyrgðarmaður að. Blaðið er hið fallegasta að öllu útliti og innihaldsríkt mjög. Rétt skal hér tæpt á efnisþáttum. Á forsíðunni er hamingjuósk til Marteins Más, en mynd af honum í starfi prýðir ham- ingjuóskina. Leiðaraspjall rita Hilm- ar Jón o.fl., þar er minnt á ýmislegt í aðdraganda og stuttri en líflegri sögu klúbbsins. Eins er þar reifuð fram- tíðarsýn og áherslan eins og ætíð lögð á atvinnusköpun fyrir félagana. Við- tal er við einn starfsfélagann Jónínu Ólafsdóttur sem er mjög virk í starfi og hefur verið frá upphafi. Hún segir frá störfum sínum einnig en segist bjartsýn á framtíðina með stuðningi frá Geysi. Viðtalið tók Valdimar Jak- obsson. Lífleg er frásögn Jóns Sigur- geirssonar af heimsókn í Fountain house í Kaupmannahöfn, þar ríkti virkni og verulegt líf sem Jón lýsir ágætlega. Hilmar Harðarson á gott innlegg um muninn á hávaða og hljóði. Hver er ég er dálítið hugnæm hug- leiðing. “Er ég maður með huga, eða maður með hendur? Er ég maður sem situr eða maður sem stendur?” “Er ég maður sem svarar, eða maður sem spyr? Er ég maður með byr?” Anna Valdimarsdóttir og Jón Sigur- geirsson segja hressilega frá Þýska- landsför, á ráðstefnu Fountain house í Evrópu. Þar var kynningarbás settur upp um Geysi og vakti mikla athygli. Heimir Tyrfingsson á viðtal við Jón Snorrason, stjórnarformann Hamp- iðjunnar, en tilefnið það að þrír úr stjórn Geysis skiptu í sumar sem leið með sér að líta eftir klúbbnum: Guð- rún Hannesdóttir, Jón Snorrason og Styrmir Gunnarsson gegndu þessu. Jón segir í viðtalinu, að þarna fari fram merkilegt starf og framtíðar- sýnin sé að klúbburinn þroskist og dafni. Á baksíðunni eru svo frekari upplýsingar um Klúbbinn Geysi og komutjölda einstaklinga í hverjum mánuði sem er ánægjulega mikill. Haldið ótrauð áfram og látið Geysi gjósa. H.S. Sólveig Eiríksdóttir fulltrúi Eskifirði: Um rétt öryrkja til niður- fellingar á bifreiðagjaldi Borið hefur á því að öryrkjar hafi fengið synjun um niðurfellingu á bif- reiðagjaldi. Orsök þess er sú að skv. gildandi reglugerð um niður- fellingu, þarf bótaþegi að vera skráður eigandi þess ökutækis sem fellt er niður af en gjarnan er maki einn skráður sem eigandi. Til að menn njóti þessa er nægilegt að vera skráður meðeigandi ökutækisins og er hægt að fá sérstök eyðublöð- “Tilkynning um meðeiganda” hjá Skráningar- stofunni hf og væntanlega eiga pósthúsin líka að vera með þessi blöð. Starfsmaður skráningarstofu hefur upplýst um að nægilegt sé að skila inn venjulegu blaði ef upplýsingar um bifreiðina koma þar fram og allir eigendur skrifi undir og sé ennfremur staðfest af tveim vottum. Sé tekið fram að þessi breyting sé vegna örorku, þá hefur skráningarstofa ekki tekið gjald íyrir hana en annars kostar það 1.150 kr. Ráð er að fólk drífi í að koma í gegn þessum eigendaskráningum, bif- reiðagjald þarf að greiða tvisvar á ári og munar um minna. Því miður veita tryggingafélög ekki afslátt á iðgjöldum til öryrkja en spurt hefur verið um það. Sólveig Eiríksdóttir. “Er ég maður sem grætur, eða maður sem hlær? Er ég maður sem gefur, eða maður sem fær?” 52

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.