Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Qupperneq 60

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Qupperneq 60
Hér sést þegar unnið er við að setja járnin í möppurnar fyrir Búnaðarbankann Múlalundur er stærsti framleiðandi á möppum á íslandi. f dag er mesta uppsveiflan hjá Múlalundi í framleiðslu á sérprentuðum möppum. Þessi framleiðsla er mikið notuð af fyrirtækjum til að koma sinni vöru eða þjónustu á framfæri. Jafnframt eru þessar möppur notaðar fyrir fundi, ráðstefnur og námskeið. Nú er verið að framleiða 10 þúsund möppur fyrir Búnaðarbankann og er það í svipaðri stærð og bréfabindi þ.e.a.s. með breiðum kjöl. Þessar möppur eru ætlaðar fyrir einstaklingsþjónustu Búnaðarbankans þar sem viðskiptavinir bankans geta haft allt sitt bókhald yfir árið í einni möppu. Aukningin í framleiðslu á vörum Múlalundar hefur skilað sér margfalt til þjóðfélagsins. Reglulega eru teknir inn nýir starfsmenn í þjálfun hjá Múlalundi og að því loknu fara sumir út á hinn almenna vinnumarkað. Það er það sem gefur þessu starfi líf og beytir oft erfiðum degi í sólríkt kvöld. Á þessum tveimur myndum sést smáhluti úrvals Möppurnar eru mjög fallegar útlits og myndin á þeim segir að einstaklingurinn fái þeirra mappa sem Múlaiundur hefur framleitt. þá þjónustu sem honum henti. Múlalundur hefur opnað heimasíðu www.mulalundur.is sem býður upp á að hægt er að panta beint í gegnum netið margt af því sem Múlalundur hefur upp á að bjóða. Þegar verslað er í gegnum netið minnkar það álag á síma Múlalundar og er það jákvætt. Það sem viðskiptavinir þurfa að hafa í huga er að alla sérvinnslu þarf að panta í gegnum síma eða koma á staðinn. MÚLALUNDUR www.mulalundur.is Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • 105 Reykjavík • Símar: 562 8500 / 562 8501 • Fax: 5528819

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.