Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 36

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 36
Nemar í Hringsjá starfs- þjálfunar- og endurhæfing armiðstöð fyrir fatlaða. Umskipti úr skóla og út í atvinnulífid Rannsókn Evrópumiðstöðvar á vandamálum, viðfangsefn- um og möguleikum nemenda með sérþarfír Upphaf þessarar rann- sóknar má rekja til árs- ins 1999 þegar Evrópu- miðstöðin (The European Ag- ency for Development in Spec- ial Needs Education) gerði út- tekt og greiningu á fyrirliggj- andi gögnum og upplýsingum frá Evrópu og á alþjóðavísu varðandi atvinnumál ungs fólks með sérþarfir. Þar með var skapaður grundvöllur og rammi fyrir greiningu á upp- lýsingum frá einstökum lönd- um sem sérfræðingar á sviði umskipta, sem tilnefndir voru frá þeim 16 löndum sem sam- einast um þetta málefni, lögðu fram. Astæða þess hvers vegna viðfangsefnið "Umskipti úr skóla og út í atvinnulífið" varð fyrir valinu var einfaldlega mikilvægi þess og einnig sam- eiginlegur áhugi á verkefnum sem tengjast þjálfun, færni og atvinnu ungs fólks með sér- þarfir. Leitað svara Markmiðið með rannsókninni var að skilgreina ríkjandi vanda- mál með nákvæmari hætti - leita svara við hvað er gert og hvers vegna, benda á leiðir til að bæta starfshætti og varpa ljósi á beina hlutdeild sérfræðinga á þessu sviði. Safnað var upplýsingum frá hverju landi fyrir sig um ríkj- andi stefnur, útfærslu á um- skiptaferli, vandamál og árangur. Voru alls 60 sérfræðingar beðnir um að útvega raunhæfar upplýs- ingar um málefni á borð við: • Aðgengi að námi fyrir ungt, fatlað fólk að loknu skyldunámi • Aætlanir sem gerðar hafa ver- ið um umskiptaferli • Horfur á atvinnu/atvinnuleysi meðal fatlaðra • Löggjöf og stefnumál er varða umskipti eða aðgerðir sem greiða fyrir atvinnu • Viðkvæmir sem og jákvæðir þættir í hverju landi fyrir sig. Lögð var áhersla á að upplýs- ingamar frá hverju landi væru sem ítarlegastar og valin 1-2 marktæk verkefni til greiningar frá hverju landi. Verkefnin náðu til starfsemi í framhaldsskólum, starfsþjálfunarstöðvum eða öðr- um svipuðum kennslustofnunum þar sem nemendur með ýmiss konar sérþarfir fá kennslu. Leit- ast var við að hafa sem víðasta sýn í hinum ýmsu löndum og virða þau forgangsmál sem lögð vom fram í hverju landi og var því ekki valinn sérstakur mark- 36 www.obi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.