Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 36

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 36
Nemar í Hringsjá starfs- þjálfunar- og endurhæfing armiðstöð fyrir fatlaða. Umskipti úr skóla og út í atvinnulífid Rannsókn Evrópumiðstöðvar á vandamálum, viðfangsefn- um og möguleikum nemenda með sérþarfír Upphaf þessarar rann- sóknar má rekja til árs- ins 1999 þegar Evrópu- miðstöðin (The European Ag- ency for Development in Spec- ial Needs Education) gerði út- tekt og greiningu á fyrirliggj- andi gögnum og upplýsingum frá Evrópu og á alþjóðavísu varðandi atvinnumál ungs fólks með sérþarfir. Þar með var skapaður grundvöllur og rammi fyrir greiningu á upp- lýsingum frá einstökum lönd- um sem sérfræðingar á sviði umskipta, sem tilnefndir voru frá þeim 16 löndum sem sam- einast um þetta málefni, lögðu fram. Astæða þess hvers vegna viðfangsefnið "Umskipti úr skóla og út í atvinnulífið" varð fyrir valinu var einfaldlega mikilvægi þess og einnig sam- eiginlegur áhugi á verkefnum sem tengjast þjálfun, færni og atvinnu ungs fólks með sér- þarfir. Leitað svara Markmiðið með rannsókninni var að skilgreina ríkjandi vanda- mál með nákvæmari hætti - leita svara við hvað er gert og hvers vegna, benda á leiðir til að bæta starfshætti og varpa ljósi á beina hlutdeild sérfræðinga á þessu sviði. Safnað var upplýsingum frá hverju landi fyrir sig um ríkj- andi stefnur, útfærslu á um- skiptaferli, vandamál og árangur. Voru alls 60 sérfræðingar beðnir um að útvega raunhæfar upplýs- ingar um málefni á borð við: • Aðgengi að námi fyrir ungt, fatlað fólk að loknu skyldunámi • Aætlanir sem gerðar hafa ver- ið um umskiptaferli • Horfur á atvinnu/atvinnuleysi meðal fatlaðra • Löggjöf og stefnumál er varða umskipti eða aðgerðir sem greiða fyrir atvinnu • Viðkvæmir sem og jákvæðir þættir í hverju landi fyrir sig. Lögð var áhersla á að upplýs- ingamar frá hverju landi væru sem ítarlegastar og valin 1-2 marktæk verkefni til greiningar frá hverju landi. Verkefnin náðu til starfsemi í framhaldsskólum, starfsþjálfunarstöðvum eða öðr- um svipuðum kennslustofnunum þar sem nemendur með ýmiss konar sérþarfir fá kennslu. Leit- ast var við að hafa sem víðasta sýn í hinum ýmsu löndum og virða þau forgangsmál sem lögð vom fram í hverju landi og var því ekki valinn sérstakur mark- 36 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.