Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 66

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 66
um, en hafa verður í huga að hlutfall bréfritara úr þessum sýsl um er hátt í safninu. Þarna eru einnig dæmi frá bréfriturum úr a.m.k. átta öðrum sýslum víða um land, en oft aðeins frá einum bréfritara úr hverri sýslu þannig að af þeim bréfum verða ekki dregnar miklar ályktanir. Það er hins vegar athyglisvert að hátt í helmingur dæmanna er úr bréf- um skrif uð um í Vesturheimi, en þess ber að geta að hlutfall þeirra bréfa í safninu er nokkuð hátt. Til dæmis eru öll dæmi frá bréfriturum upprunn- um í Austur-Skaftafellssýslu, Árnes sýslu og Dala sýslu skrifuð vestanhafs. Það er ekki síður erfitt að staðsetja dæmi úr blöðum og tímaritum. Höfunda efnis er þar sjaldnast getið og ekki alltaf hlaupið að því að finna uppruna þeirra þótt svo væri. Þó vekur athygli að áratugina kringum alda- mótin er umtalsverðan hluta dæma úr blöðum útgefnum á Íslandi að finna í Draupni og einkum Dvöl sem Torfhildur Þor steins dóttir Hólm skáld kona gaf út eftir Vesturheimsdvöl sína — og skrifaði trúlega að talsverðu leyti. Ekki er heldur hægt að draga miklar ályktanir af fáum dæmum úr skáld verkum. Þó er rétt að benda á að flestir þeirra höfunda sem nota blönduðu setningagerðina í verk um sínum eru upprunnir á norðaustan- verðu landinu (Þorgils gjallandi, Jón Trausti, Hulda) eða hafa dvalist lang- dvölum í Vesturheimi (Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, Einar H. Kvaran). Vesturheimsdvöl rithöfunda er ekki nefnd hér að ástæðulausu. Það virðist nefni lega ljóst að bland aða setningagerðin hefur staðið miklu styrkari fótum í máli Vestur-Íslend inga en á Íslandi. Þannig eru rúmlega þrír fjórðu þeirra dæma sem ég fann í blöðum og tíma ritum frá áratugn- um 1890–1899 úr vesturíslenskum blöðum þannig að sú sprenging í tíðni setningagerðarinnar sem nefnd er í 2.2 kemur fyrst og fremst fram í Vestur heimi. Helstu blöð Vestur-Íslendinga hefja göngu sína um þetta leyti — Heimskringla 1886, Lögberg 1888 — og þar með fær setningagerðin að blómstra á prenti. Fyrsta áratug 20. aldar (1900–1909) er hlutfall vesturíslensku blað - anna í dæma safn inu tæpur helmingur, en helst síðan kringum þriðjung allt fram til 1960. Þá verður að hafa í huga að hlutfall Vesturheimsblaða af blöðum og tímaritum á íslensku var nokkuð hátt um aldamótin 1900, en fór síðan smátt og smátt lækkandi.14 Þriðjungur dæma um miðja 20. öld sýnir því miklu meiri mun vesturíslensku og íslensku á Íslandi en þriðj - ungur dæma snemma á öldinni. Eiríkur Rögnvaldsson66 14 Lausleg athugun bendir til að efni þeirra gæti verið milli 15 og 20% heildartextans á síðasta áratug 19. aldar en sennilega ekki orðið nema 2–3% á sjötta áratugnum. Þetta er reiknað út frá fjölda dæma um og og að úr Vesturheimsblöðunum sem hlutfall af heildar - fjölda dæma um þessi orð. Það er mjög grófur mælikvarði en nógu nákvæmur hér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.