Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 66
um, en hafa verður í huga að hlutfall bréfritara úr þessum sýsl um er hátt
í safninu. Þarna eru einnig dæmi frá bréfriturum úr a.m.k. átta öðrum
sýslum víða um land, en oft aðeins frá einum bréfritara úr hverri sýslu
þannig að af þeim bréfum verða ekki dregnar miklar ályktanir.
Það er hins vegar athyglisvert að hátt í helmingur dæmanna er úr bréf-
um skrif uð um í Vesturheimi, en þess ber að geta að hlutfall þeirra bréfa í
safninu er nokkuð hátt. Til dæmis eru öll dæmi frá bréfriturum upprunn-
um í Austur-Skaftafellssýslu, Árnes sýslu og Dala sýslu skrifuð vestanhafs.
Það er ekki síður erfitt að staðsetja dæmi úr blöðum og tímaritum.
Höfunda efnis er þar sjaldnast getið og ekki alltaf hlaupið að því að finna
uppruna þeirra þótt svo væri. Þó vekur athygli að áratugina kringum alda-
mótin er umtalsverðan hluta dæma úr blöðum útgefnum á Íslandi að finna
í Draupni og einkum Dvöl sem Torfhildur Þor steins dóttir Hólm skáld kona
gaf út eftir Vesturheimsdvöl sína — og skrifaði trúlega að talsverðu leyti.
Ekki er heldur hægt að draga miklar ályktanir af fáum dæmum úr
skáld verkum. Þó er rétt að benda á að flestir þeirra höfunda sem nota
blönduðu setningagerðina í verk um sínum eru upprunnir á norðaustan-
verðu landinu (Þorgils gjallandi, Jón Trausti, Hulda) eða hafa dvalist lang-
dvölum í Vesturheimi (Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, Einar H. Kvaran).
Vesturheimsdvöl rithöfunda er ekki nefnd hér að ástæðulausu. Það
virðist nefni lega ljóst að bland aða setningagerðin hefur staðið miklu
styrkari fótum í máli Vestur-Íslend inga en á Íslandi. Þannig eru rúmlega
þrír fjórðu þeirra dæma sem ég fann í blöðum og tíma ritum frá áratugn-
um 1890–1899 úr vesturíslenskum blöðum þannig að sú sprenging í tíðni
setningagerðarinnar sem nefnd er í 2.2 kemur fyrst og fremst fram í
Vestur heimi. Helstu blöð Vestur-Íslendinga hefja göngu sína um þetta
leyti — Heimskringla 1886, Lögberg 1888 — og þar með fær setningagerðin
að blómstra á prenti.
Fyrsta áratug 20. aldar (1900–1909) er hlutfall vesturíslensku blað -
anna í dæma safn inu tæpur helmingur, en helst síðan kringum þriðjung
allt fram til 1960. Þá verður að hafa í huga að hlutfall Vesturheimsblaða af
blöðum og tímaritum á íslensku var nokkuð hátt um aldamótin 1900, en
fór síðan smátt og smátt lækkandi.14 Þriðjungur dæma um miðja 20. öld
sýnir því miklu meiri mun vesturíslensku og íslensku á Íslandi en þriðj -
ungur dæma snemma á öldinni.
Eiríkur Rögnvaldsson66
14 Lausleg athugun bendir til að efni þeirra gæti verið milli 15 og 20% heildartextans
á síðasta áratug 19. aldar en sennilega ekki orðið nema 2–3% á sjötta áratugnum. Þetta er
reiknað út frá fjölda dæma um og og að úr Vesturheimsblöðunum sem hlutfall af heildar -
fjölda dæma um þessi orð. Það er mjög grófur mælikvarði en nógu nákvæmur hér.