Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 68

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 68
 Það verður því ekki betur séð en þarna hafi verið einhver undirliggj- andi spenna í mál inu sem brjótist fram af talsverðum krafti um 1890, einkum vestan hafs en einnig austan. Af hverju sú spenna stafaði, og hvers vegna hún fékk svo snögga útrás, er úti lokað að segja; a.m.k. hefur mér ekki tekist að koma auga á nokkra skýringu. Ekki er heldur hlaupið að því að skýra hvers vegna þessari setninga- gerð hnignar smám saman eftir þennan skyndi lega uppgang, og hverfur svo nánast eftir miðja 20. öld. Þó er rétt að hafa í huga að blandaða setn- ingagerðin var aldrei algeng og átti alltaf í samkeppni við tvær aðrar al geng - ari setningagerðir, tengdar persónu háttarsetningar og ótengdar nafnháttar - setningar, sem gegndu sama hlut verki. Þar að auki má halda því fram að tengdar nafnháttarsetningar með frumlagi séu af brigði legar; vitaskuld eru nafnháttarsetningar mjög oft tengdar með að en þá frum lags lausar, og nafnháttarsetningar hafa oft frumlag (t.d. með telja og segja og öðrum slík um sögnum) en eru þá ótengd ar. E.t.v. má líta svo á að tengdar nafnháttar setningar með frumlagi krefjist markaðrar setninga form gerðar og eigi því undir högg að sækja; sjá einnig 3.5 hér að aftan. Eins og nánar er rætt hér á eftir er hugsanlegt að leiðréttingar og nei- kvætt við horf til blönd uðu setninga gerðar innar hafi ráðið einhverju um hnignun hennar. At hyglis vert dæmi sem bendir í þá átt er að finna í þjóð - sagnasafni Jóns Árnasonar. Í ann arri útgáfu þjóðsagnanna er að finna eftirfarandi dæmi um blönduðu setninga gerð ina, bæði úr sömu sögunni: (39)a. Sofnar hann nú aftur og þótti honum að kerling koma í annað skipti. b. Sofnar hann nú í þriðja sinn; þótti honum að hún þá koma aftur. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I (1961:232) En í frumútgáfu þjóðsagnanna eru setn ing arnar dálítið öðruvísi: (40)a. Sofnar hann nú aptur, og þókti honum, að kerlíng kæmi í annað skipti. b. Sofnar hann nú í þriðja sinn; þókti honum hún koma þá aptur. (Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri I 1862:241) Það er vitað að Jón Árnason umskrifaði mörg þjóðsagnahandrit sem hann fékk frá öðrum (sjá Árna Böðvarsson og Bjarna Vilhjálmsson 1961:587). Önnur útgáfa var hins vegar prentuð eftir upphaflegu handritunum eftir því sem kostur var. Það virðist ljóst að hér hefur Jón Árnason breytt text- anum til að losna við blönduðu setninga gerðina. Í annað skiptið setur Eiríkur Rögnvaldsson68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.