Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 68
Það verður því ekki betur séð en þarna hafi verið einhver undirliggj-
andi spenna í mál inu sem brjótist fram af talsverðum krafti um 1890,
einkum vestan hafs en einnig austan. Af hverju sú spenna stafaði, og
hvers vegna hún fékk svo snögga útrás, er úti lokað að segja; a.m.k. hefur
mér ekki tekist að koma auga á nokkra skýringu.
Ekki er heldur hlaupið að því að skýra hvers vegna þessari setninga-
gerð hnignar smám saman eftir þennan skyndi lega uppgang, og hverfur
svo nánast eftir miðja 20. öld. Þó er rétt að hafa í huga að blandaða setn-
ingagerðin var aldrei algeng og átti alltaf í samkeppni við tvær aðrar al geng -
ari setningagerðir, tengdar persónu háttarsetningar og ótengdar nafnháttar -
setningar, sem gegndu sama hlut verki.
Þar að auki má halda því fram að tengdar nafnháttarsetningar með
frumlagi séu af brigði legar; vitaskuld eru nafnháttarsetningar mjög oft
tengdar með að en þá frum lags lausar, og nafnháttarsetningar hafa oft
frumlag (t.d. með telja og segja og öðrum slík um sögnum) en eru þá
ótengd ar. E.t.v. má líta svo á að tengdar nafnháttar setningar með frumlagi
krefjist markaðrar setninga form gerðar og eigi því undir högg að sækja; sjá
einnig 3.5 hér að aftan.
Eins og nánar er rætt hér á eftir er hugsanlegt að leiðréttingar og nei-
kvætt við horf til blönd uðu setninga gerðar innar hafi ráðið einhverju um
hnignun hennar. At hyglis vert dæmi sem bendir í þá átt er að finna í þjóð -
sagnasafni Jóns Árnasonar. Í ann arri útgáfu þjóðsagnanna er að finna
eftirfarandi dæmi um blönduðu setninga gerð ina, bæði úr sömu sögunni:
(39)a. Sofnar hann nú aftur og þótti honum að kerling koma í annað
skipti.
b. Sofnar hann nú í þriðja sinn; þótti honum að hún þá koma aftur.
Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I (1961:232)
En í frumútgáfu þjóðsagnanna eru setn ing arnar dálítið öðruvísi:
(40)a. Sofnar hann nú aptur, og þókti honum, að kerlíng kæmi í annað
skipti.
b. Sofnar hann nú í þriðja sinn; þókti honum hún koma þá aptur.
(Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri I 1862:241)
Það er vitað að Jón Árnason umskrifaði mörg þjóðsagnahandrit sem hann
fékk frá öðrum (sjá Árna Böðvarsson og Bjarna Vilhjálmsson 1961:587).
Önnur útgáfa var hins vegar prentuð eftir upphaflegu handritunum eftir
því sem kostur var. Það virðist ljóst að hér hefur Jón Árnason breytt text-
anum til að losna við blönduðu setninga gerðina. Í annað skiptið setur
Eiríkur Rögnvaldsson68