Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 84
(91)a. Mér fannst [að þennan mann hafa ég hitt].
b. Mér fannst [að þennan mann ég hafa hitt].
c. Mér fannst [að ég þennan mann hafa hitt].
Í kjarnafærslu kemur frumlagið auðvitað venjulega á eftir sögninni, eins
og í (91a); en vegna þess að sagnfærsla verður ekki í blönduðu setninga-
gerðinni má hugsa sér að framan sagnarinnar séu tiltækir básar fyrir bæði
frum lag og kjarnafærðan lið og því gætu (91b) og (91c) einnig komið til
greina.
Ég hef ekki fundið dæmi um neinar slíkar setningar í þeim textum
sem ég hef skoðað.28 En kjarnafærsla í aukasetningum í persónuhætti eins
og (85a), sem er sannan lega tæk setningagerð, er mjög sjaldséð í textum
(t.d. fundust aðeins sex dæmi í 500 þúsund orða safni Íslenskrar orðtíðni-
bókar (Jörgen Pind o.fl. 1991), sjá Eirík Rögn valdsson 2005). Í ljósi þess
að hér er um að ræða tvö sjaldgæf fyrirbæri, kjarna færslu í aukasetningum
og blönd uðu setningagerð ina, þá er lítið hægt að leggja upp úr því þótt
engin dæmi finnist um að þau fari saman. Það er því erfitt að svara því
hvort þessar setningar voru hugsanlegar í blönd uðu setningagerðinni
vegna þess að ekki hægt að fá mat málhafa á mögulegum og ómögulegum
setn ingum — nema ef ein hverjir kynnu enn að finnast vestanhafs.
Gefum okkur nú samt að setningarnar í (91) hafi í raun verið útilok-
aðar. Skýr ingin á því gæti verið sú að kjarnafærður liður hefði engan mögu-
legan lendingarstað. Það myndi þá væntanlega þýða að frumlagið sæti
neðar í formgerðinni en það gerir í tengdum persónuháttarsetningum eins
og (84b) — líklega í sama sæti og í nafnháttar setn ingum á við (84a).
En þá komum við að stöðu tengingarinnar að í formgerðinni. Því
hefur verið haldið fram að hún geti staðið á nokkrum mismunandi stöð -
Eiríkur Rögnvaldsson84
28 Reyndar er a.m.k. eitt dæmi svipað (91c) með forsetningarlið — og reyndar neitun
líka — á undan sögn að finna í bréfa safninu:
(i) mjer finst ad jeg í þetta sinn ekki vera upplögd til ad skrifa neitt sem frjettir
heyta.
Eyjafirði, 1870 (bréfritari úr Eyjafirði, f. 1834)
Það er þó hæpið að draga miklar ályktanir af einu dæmi, vegna þess líka að töluvert er um
það í bréfun um og öðrum textum frá 19. öld að sögn standi í þriðja sæti í auka setn ingum
(sjá líka Ásgrím Angan týs son 2001, 2007). Það er meira að segja hægt að finna dæmi um
bæði forsetningarlið og neitun á undan persónuháttarsögn:
(ii) Þar eð jeg að þessu sinni ekki get svarað upp á öll þau atriði.
Hirðir 27. apríl 1858, bls. 135
(iii) en sem eg í þetta sinn ekki vil minnast á.
Þjóðólfur 13. apríl 1861, bls. 77