Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 103
mælt (sjá Kristján Árnason 2005:251). Í könnun Ingibjargar Frímanns -
dóttur kom líka fram (2001:118) að framgómun í þessu orði var algengari
því yngri sem þátttakendur voru. Það gæti merkt að ungir þátttakendur
hafi ekki túlkað nafnið sem erlent heiti.
Af dæmum á borð við þau sem nú voru rakin dregur Kristján þá álykt-
un (2005:252) að framgómun á undan /í, i/ sé virkt hljóðferli í nútíma-
máli (eða „truly phonological palatalization“ eins og hann hefur nefnt það
annars staðar (2011:102)) en „tilhneigingin sem vart verður við til fram-
gómunar í orðum eins og Keikó eigi rætur að rekja til þess að orðin séu að
laga sig að þeirri almennu „hljóðskipunarreglu“, að á undan e og ei standa
framgómmælt hljóð frekar en uppgómmælt“.14 Samkvæmt hugmyndum
Guðvarðar Más Gunnlaugssonar (1993) gæti þessi hljóðskipunaraðlögun
þá falist í því að /j/ væri skotið inn, í máli sumra eða með tíð og tíma, á
eftir gómmælta lokhljóðinu í orðum eins og parkett, orgel, KEA, gettó,
geim, Keikó o.s.frv. og það veldur þá framgómun á lokhljóðinu. Á undan
/í,i/ verður hins vegar jafnan hljóðfræðilega skilyrt framgómun.15
En skiptir þessi mismunandi virkni framgómunar einhverju máli
varðandi stuðlasetninguna? Ég held ekki. Ef þær hugmyndir eru réttar
sem lýst er hér framar (og hafðar eftir Eiríki, Guðvarði, Kristjáni og Gunnari
Ólafi í mismiklum mæli) eru [ch] og [c] alltaf leidd af uppgómmæltum
hljóðum, annaðhvort vegna þess að á eftir /k/ fer frammælt (nálægt) sér-
hljóð eða fónemið /j/. Þá eru hljóðin [ch, c] „alltaf komin til með fram-
gómun“ (sbr. Eirík Rögnvaldsson 1993:56, 2013:98) og það kann að vera
það eina sem skiptir máli.16
Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 103
14 Eða eins og Kristján orðar það á öðrum stað á ensku (2011:102) „statistical exten-
sion of the frequency of the phonotactic (or morphophonemic) regularity“.
15 Kannski skiptir ekki meginmáli hvort litið er svo á að framgómun á undan /e/ verði
vegna þess að skotið er inn /j/, eins og Guðvarður telur, eða vegna þess að /e/ er frammælt
og getur því valdið framgómun þótt það sé ekki eins sterkur framgómunarvaldur og /í, i/
af því að það er fjarlægara. En framgómmælt lokhljóð á undan /æ/ hljóta að stafa af því að
þar hafi /j/ verið skotið inn á milli eftir að /æ/ varð tvíhljóð með uppmæltum fyrri hluta
þótt ekki sé venja að sýna það í stafsetningunni eins og gert er í dæmum eins og kjör, gjörn,
kjammi, gjamma o.s.frv.
16 Hér bendir ritrýnir réttilega á að hér hafi ég ýmsa fyrirvara á niðurstöðunni, segi
„kann að vera“ og komi ekki með neinar sannanir. Það er auðvitað alveg rétt, enda reyndar
aldrei hægt að sanna eitt eða neitt í málfræði. Ég er aðeins að halda því fram að þau rök sem
Haukur setur fram gegn hljóðkerfislegri skýringu á samstuðlun uppgómmæltra og fram-
gómmæltra lokhljóða (svo sem þau að framgómunin sé ekki undantekningarlaus og verki
ekki yfir orðaskil) séu ekki eins þungvæg og hann telur þau vera. Meira um þetta í næstu
köflum.