Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 103

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 103
mælt (sjá Kristján Árnason 2005:251). Í könnun Ingibjargar Frímanns - dóttur kom líka fram (2001:118) að framgómun í þessu orði var algengari því yngri sem þátttakendur voru. Það gæti merkt að ungir þátttakendur hafi ekki túlkað nafnið sem erlent heiti. Af dæmum á borð við þau sem nú voru rakin dregur Kristján þá álykt- un (2005:252) að framgómun á undan /í, i/ sé virkt hljóðferli í nútíma- máli (eða „truly phonological palatalization“ eins og hann hefur nefnt það annars staðar (2011:102)) en „tilhneigingin sem vart verður við til fram- gómunar í orðum eins og Keikó eigi rætur að rekja til þess að orðin séu að laga sig að þeirri almennu „hljóðskipunarreglu“, að á undan e og ei standa framgómmælt hljóð frekar en uppgómmælt“.14 Samkvæmt hugmyndum Guðvarðar Más Gunnlaugssonar (1993) gæti þessi hljóðskipunaraðlögun þá falist í því að /j/ væri skotið inn, í máli sumra eða með tíð og tíma, á eftir gómmælta lokhljóðinu í orðum eins og parkett, orgel, KEA, gettó, geim, Keikó o.s.frv. og það veldur þá framgómun á lokhljóðinu. Á undan /í,i/ verður hins vegar jafnan hljóðfræðilega skilyrt framgómun.15 En skiptir þessi mismunandi virkni framgómunar einhverju máli varðandi stuðlasetninguna? Ég held ekki. Ef þær hugmyndir eru réttar sem lýst er hér framar (og hafðar eftir Eiríki, Guðvarði, Kristjáni og Gunnari Ólafi í mismiklum mæli) eru [ch] og [c] alltaf leidd af uppgómmæltum hljóðum, annaðhvort vegna þess að á eftir /k/ fer frammælt (nálægt) sér- hljóð eða fónemið /j/. Þá eru hljóðin [ch, c] „alltaf komin til með fram- gómun“ (sbr. Eirík Rögnvaldsson 1993:56, 2013:98) og það kann að vera það eina sem skiptir máli.16 Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 103 14 Eða eins og Kristján orðar það á öðrum stað á ensku (2011:102) „statistical exten- sion of the frequency of the phonotactic (or morphophonemic) regularity“. 15 Kannski skiptir ekki meginmáli hvort litið er svo á að framgómun á undan /e/ verði vegna þess að skotið er inn /j/, eins og Guðvarður telur, eða vegna þess að /e/ er frammælt og getur því valdið framgómun þótt það sé ekki eins sterkur framgómunarvaldur og /í, i/ af því að það er fjarlægara. En framgómmælt lokhljóð á undan /æ/ hljóta að stafa af því að þar hafi /j/ verið skotið inn á milli eftir að /æ/ varð tvíhljóð með uppmæltum fyrri hluta þótt ekki sé venja að sýna það í stafsetningunni eins og gert er í dæmum eins og kjör, gjörn, kjammi, gjamma o.s.frv. 16 Hér bendir ritrýnir réttilega á að hér hafi ég ýmsa fyrirvara á niðurstöðunni, segi „kann að vera“ og komi ekki með neinar sannanir. Það er auðvitað alveg rétt, enda reyndar aldrei hægt að sanna eitt eða neitt í málfræði. Ég er aðeins að halda því fram að þau rök sem Haukur setur fram gegn hljóðkerfislegri skýringu á samstuðlun uppgómmæltra og fram- gómmæltra lokhljóða (svo sem þau að framgómunin sé ekki undantekningarlaus og verki ekki yfir orðaskil) séu ekki eins þungvæg og hann telur þau vera. Meira um þetta í næstu köflum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.