Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 112
hn-, hr- og hj- í framstöðu innihaldi ekkert [h] lengur þótt þau hafi áður
haft það heldur hefjist þau einfaldlega á órödduðu hljóðunum [, , , ç].
Þess vegna sé ekki lengur nein hljóðfræðileg ástæða fyrir því að stuðla
saman orð eins og hestur, hlaupa, hnefi, hryssa, hjóla heldur hljóti hér að
vera um hefðarreglu (studda stafsetningunni) að ræða. Ef hefðarreglan
kæmi ekki til sögunnar mætti nefnilega búast við að einhverjir stuðluðu
bara saman orð sem eru rituð með hl- og hefjast því nú á [] samkvæmt
hefðbundnum hugmyndum og myndu þá t.d. ekki stuðla þau við orð sem
hefjast á hn-, þ.e. []. Slík stuðlun væri í samræmi við þá skýringu að kv-
menn stuðli saman orð sem eru rituð með hv- annars vegar og k- hins
vegar af því að í báðum tilvikum hefjist slík orð á [kh] og það sé ástæðan
fyrir því að þeir hinir sömu stuðli ekki slík orð á móti orðum sem hefjast
á [h].
Það er hins vegar ekkert gefið að sú algenga íslenska hefð að hljóðrita
orð eins hlaupa, hnefi o.s.frv. einfaldlega með [] og [] sé rétt (sbr. Gunnar
Ólaf Hansson 2013:201), enda hafa ýmsir íslenskir hljóðfræðingar í raun
talið slík orð hefjast á [h] (þó ekki hj- orðin, sjá Höskuld Þráinsson
1981:111 og rit sem þar er vísað til) og Haukur víkur reyndar að þessum
möguleika (2013a:69n). Annar möguleiki væri sá að orðin hæfust á
órödduðu afbrigði viðkomandi hljóðs og síðan færi raddað afbrigði á eftir,
þ.e. birtingarmyndin væri þá t.d. [l] og [n], eins og Gunnar Ólafur telur
hugsanlegt (2013:201).26 Haukur fellst reyndar á þennan möguleika í
svari sínu við andmælum Gunnars Ólafs (2013c:209) nema að því er
varðar hj - og hv-orðin. Í doktorsritgerðinni (2013a:69–70) ræðir hann
hins vegar um þessa spurningu frá almennu sjónarmiði, m.a. þá hugmynd
Eiríks Rögnvaldssonar (1993:56–57) að greina upphafshljóð orða eins og
hlaupa og hnífur sem /hl/ og /hn/ þótt þau geti síðan birst sem [] og
[].27 Í því sambandi vísar hann í eftirfarandi ummæli Kristjáns Árna -
sonar (2005:171):
Höskuldur Þráinsson112
26 Ellert Þór Jóhannsson, Hallgrímur J. Ámundason, Ingimar K. Helgason og Jóhann-
es Bjarni Sigtryggsson komust að nokkuð svipaðri niðurstöðu (1998) um framburð hj-, hl-, hn-
og hr-orða. Þeir gerðu tilraunir og skoðuðu hljóðrófsrit og fundu oft merki um óraddaðan
hluta með raddaðan hluta á eftir í upphafi orða af þessu tagi (Eiríkur Rögnvaldsson birtir líka
svipuð hljóðrófsrit í kennslubók sinni 2013:42). Þetta gat þó verið nokkuð mismunandi eftir
því hvaða hljóð áttu í hlut og jafnvel eitthvað einstaklingsbundið. Hin almenna niðurstaða
þeirra varð síðan sú að viðkomandi hljóð (eða hljóðasambönd) ættu ekki nægilega mikið sam-
eiginlegt „frá hljóðfræðilegu sjónarmiði“ til þess að þau líkindi skýrðu stuðlun þeirra inn-
byrðis, en þá voru þeir reyndar líka að tala um hv-orð (Ellert og félagar 1998:29).
27 Gunnar Ólafur Hansson stingur líka upp á svipaðri lausn í andmælum sínum