Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 134

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 134
ingu tákna á Norðurlöndunum á 7. og 8. áratug síðustu aldar (sjá t.d. Bryndísi Guðmundsdóttur og Guðmund Egilsson 1989 og Hervöru Guð - jóns dóttur 1987). Það er því ekki ólíklegt að orðsifjar táknsins EN megi rekja til Danmerkur. Eins og áður sagði er notkun táknanna OG, EN og EÐA áberandi meiri í máli yngstu kynslóðarinnar þótt málhafar af öðrum kynslóðum noti þau einnig. Það kemur heim og saman við þá kennsluaðferð sem var við lýði þegar þessi kynslóð var í grunnskóla. Þá ruddu Alhliða tjáskipti sér til rúms og kennarar barnanna fóru að nota tákn án þess að hafa mikla þekkingu á ÍTM. Þegar yngsta kynslóðin var í grunnskóla voru haldin táknmálsnámskeið fyrir foreldra barnanna við Heyrnleysingjaskólann og í Félagi heyrnarlausra og sáu heyrnarlausir unglingar um kennsluna. Engin þekking var á málfræði ÍTM og höfðu unglingarnir enga vitneskju um að hún væri yfir höfuð til staðar í málinu. Þar af leiðandi miðaði kennslan að því að þýða orðalista af íslensku yfir á táknmál. Málið sem foreldrarnir lærðu var því blendingsmál eða táknuð íslenska en ekki ÍTM. Táknuð íslenska er íslenska tjáð með höndum, þ.e. hvert íslenskt orð er táknað með orðaröð íslenskunnar og fylgir málfræðireglum hennar. Þar sem málfræði ÍTM er að mörgu leyti ólík málfræði íslenskunnar gefur það auga leið að finna þurfti tákn fyrir íslensk orð þar sem ÍTM notaði aðrar leiðir. Þetta átti t.a.m. við um notkun samtenginga, en eins og áður sagði hafði ÍTM aðrar leiðir við myndun þeirra.16 Þrátt fyrir að samteng- ingartákn hafi ekki verið notuð í ÍTM fyrir þennan tíma og uppruna þeirra megi rekja til vanþekkingar á málfræði ÍTM eru þau hluti af því máli sem yngstu kynslóðinni var kennt, bæði af kennurum og foreldrum. Þrátt fyrir að þessi hópur hafi lært blendingsmál íslensku og ÍTM er það mál þeirra móðurmál og ekki hægt að líta framhjá því. Þar sem íslenska hefur lengst af verið aðalkennslumálið í kennslu heyrnarlausra barna hér á landi hefur vald heyrandi fólks yfir menntun heyrnarlausra haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og þekkingu á eigin máli (sjá t.d. Valgerði Stefánsdóttur 2005). Lengi hefur verið litið svo á að líkams- færslur og fingraraðhólf séu réttu aðferðirnar til að tjá samtengingar í ÍTM og margir málhafar líta því svo á að mál þeirra sem nota samteng- ingartákn sé íslenskuskotið og þ.a.l. ekki rétt táknmál. Þetta eru e.t.v. eðlileg viðbrögð hóps sem mátti ekki tala eigið mál heldur var neyddur var til þess að tala íslensku. Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir og Kristín Lena Þorvaldsdóttir134 16 Júlía Guðný Hreinsdóttir, september 2012 (munnleg heimild).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.