Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 166

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 166
ist önnur mynd. Notast var við svokallað grímupróf (matched-guise), þar sem sjónum er beint að þeim sem tala fremur en málnotkuninni sjálfri og voru þátt- takendur beðnir að meta þá á nokkrum mismunandi andstæðuskölum, fjórum sem ætlað var að endurspegla yfirburði (e. superiority), t.d. „greind(ur) – illa gef - in(n)“, og fjórum sem áttu að tengjast krafti eða atorku (e. dynamism), s.s. „sjálfs- öruggur – óöruggur“. Í innganginum er gerð allítarleg grein fyrir dönsku rann- sóknunum, markmiði þeirra, aðferðum og helstu niðurstöðum. Greinunum í ritinu er skipað í tvo hluta. Sá fyrri hefur yfirskriftina „(De) - standardisation studies using Speaker Evaluation Experiments“. Þær átta greinar, sem þar eru, lýsa allar rannsóknum sem byggja á danska módelinu. Þar er gerður greinarmunur á skoðunum á máli (overt attitudes) og undirliggjandi viðhorfum (covert attitudes) og tengslum þeirra við málnotkun og þróun málstaðalsins Rannsóknirnar, sem fjallað er um, snerust um mat á málnotendum byggt á hljóðupptökum án þess þó að athygli þátttakenda væri dregin sérstaklega að mál- notkun þeirra. Viðfangsefnið er því fyrst og fremst talað mál, viðhorf til þess og hvernig þau endurspeglast í málnotkun og þróun hennar og eiga jafnvel þátt í að móta hana. Greinarnar fjalla um ólík málsamfélög í Evrópu: suðvesturhluta Þýska - lands, Írland, Litháen, suðvestur Noreg, flæmskumælandi íbúa Belgíu og lýð - veldið Srpska sem er hluti Bosníu-Herzegóvínu og aðallega byggður fólki af serb - neskum uppruna. Í síðari hluta ritsins eru sjö greinar undir yfirskriftinni „Methodological con- cerns and alternative approaches“. Eins og hún gefur til kynna eru aðferða fræði - leg álitamál og gagnrýni á ákveðna þætti í útbreiddum aðferðum í viðhorfsrann- sóknum viðfangsefni sumra þeirra. Þannig veltir t.d. austurríski fræðimaðurinn Barbara Soukup því fyrir sér í annarra af tveimur greinum hvort gríman sé í raun nauðsynleg í grímuprófum (matched-guise). Megineinkenni slíkra prófa er að þátt takendur eiga að meta málhafa á grundvelli hljóðdæma og a.m.k. tvö dæm- anna sem leikin eru fyrir þá eru í raun tal sama einstaklings í ólíkum gervum (eða með ólíkar grímur). Munurinn felst yfirleitt í einkennum úr mismunandi mál- brigðum eða málsniðum, t.d. þannig að annað dæmið ber svip staðalmálsins en hitt staðbundins málbrigðis eða mállýsku. Hugmyndin er sú að með því að nota sama málhafa í fleiri en einu gervi án þess að þátttakendur viti að svo sé megi snið ganga áhrif einstaklingsbundinna þátta eins og raddblæs og hljómfalls á matið. Soukup dregur í efa að það skipti máli hvort þátttakendur viti að þeir séu að meta sama málhafa í ólíkum gervum eða mismunandi málhafa. Hún styður það með dæmum úr rannsóknum þar sem grímunni var sleppt og þátttakendum var full- ljóst að þeir væru að meta sama málhafa oftar en einu sinni og niður stöðurnar sýndu samt reglubundinn mun á matinu eftir málbrigðum. Bandarísku málfræð - ingarnir Dennis Preston og Nancy Niedzielski, sem hafa verið framarlega í flokki við rannsóknir á svonefndum „alþýðumálvísindum“ (folk linguistics), skrifa líka áhugaverða grein um ólíkar nálganir og aðferðir við rannsóknir á afstöðu Ritfregnir166
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.