Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 166
ist önnur mynd. Notast var við svokallað grímupróf (matched-guise), þar sem
sjónum er beint að þeim sem tala fremur en málnotkuninni sjálfri og voru þátt-
takendur beðnir að meta þá á nokkrum mismunandi andstæðuskölum, fjórum
sem ætlað var að endurspegla yfirburði (e. superiority), t.d. „greind(ur) – illa gef -
in(n)“, og fjórum sem áttu að tengjast krafti eða atorku (e. dynamism), s.s. „sjálfs-
öruggur – óöruggur“. Í innganginum er gerð allítarleg grein fyrir dönsku rann-
sóknunum, markmiði þeirra, aðferðum og helstu niðurstöðum.
Greinunum í ritinu er skipað í tvo hluta. Sá fyrri hefur yfirskriftina „(De) -
standardisation studies using Speaker Evaluation Experiments“. Þær átta greinar,
sem þar eru, lýsa allar rannsóknum sem byggja á danska módelinu. Þar er gerður
greinarmunur á skoðunum á máli (overt attitudes) og undirliggjandi viðhorfum
(covert attitudes) og tengslum þeirra við málnotkun og þróun málstaðalsins
Rannsóknirnar, sem fjallað er um, snerust um mat á málnotendum byggt á
hljóðupptökum án þess þó að athygli þátttakenda væri dregin sérstaklega að mál-
notkun þeirra. Viðfangsefnið er því fyrst og fremst talað mál, viðhorf til þess og
hvernig þau endurspeglast í málnotkun og þróun hennar og eiga jafnvel þátt í að
móta hana. Greinarnar fjalla um ólík málsamfélög í Evrópu: suðvesturhluta Þýska -
lands, Írland, Litháen, suðvestur Noreg, flæmskumælandi íbúa Belgíu og lýð -
veldið Srpska sem er hluti Bosníu-Herzegóvínu og aðallega byggður fólki af serb -
neskum uppruna.
Í síðari hluta ritsins eru sjö greinar undir yfirskriftinni „Methodological con-
cerns and alternative approaches“. Eins og hún gefur til kynna eru aðferða fræði -
leg álitamál og gagnrýni á ákveðna þætti í útbreiddum aðferðum í viðhorfsrann-
sóknum viðfangsefni sumra þeirra. Þannig veltir t.d. austurríski fræðimaðurinn
Barbara Soukup því fyrir sér í annarra af tveimur greinum hvort gríman sé í raun
nauðsynleg í grímuprófum (matched-guise). Megineinkenni slíkra prófa er að
þátt takendur eiga að meta málhafa á grundvelli hljóðdæma og a.m.k. tvö dæm-
anna sem leikin eru fyrir þá eru í raun tal sama einstaklings í ólíkum gervum (eða
með ólíkar grímur). Munurinn felst yfirleitt í einkennum úr mismunandi mál-
brigðum eða málsniðum, t.d. þannig að annað dæmið ber svip staðalmálsins en
hitt staðbundins málbrigðis eða mállýsku. Hugmyndin er sú að með því að nota
sama málhafa í fleiri en einu gervi án þess að þátttakendur viti að svo sé megi
snið ganga áhrif einstaklingsbundinna þátta eins og raddblæs og hljómfalls á matið.
Soukup dregur í efa að það skipti máli hvort þátttakendur viti að þeir séu að meta
sama málhafa í ólíkum gervum eða mismunandi málhafa. Hún styður það með
dæmum úr rannsóknum þar sem grímunni var sleppt og þátttakendum var full-
ljóst að þeir væru að meta sama málhafa oftar en einu sinni og niður stöðurnar
sýndu samt reglubundinn mun á matinu eftir málbrigðum. Bandarísku málfræð -
ingarnir Dennis Preston og Nancy Niedzielski, sem hafa verið framarlega í
flokki við rannsóknir á svonefndum „alþýðumálvísindum“ (folk linguistics), skrifa
líka áhugaverða grein um ólíkar nálganir og aðferðir við rannsóknir á afstöðu
Ritfregnir166