Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 168

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 168
Wim Vandenbussche, Ernst Håkon Jahr og Peter Trudgill (ritstj.). 2013. Language Ecology for the 21st Century: Linguistic Conflicts and Social Environ - ments. Novus, Osló. 342 bls Ritið er safn ellefu greina um málvistfræði (language ecology). Hluti þeirra er byggður á fyrirlestrum sem haldnir voru á ráðstefnu við Háskólann í Agder í Noregi 2008 í tilefni af því að hann hafði þá nýlega fengið fullgildingu sem háskóli og til að heiðra minningu bandarísk-norska málfræðingsins Einars Haugen sem var upphafsmaður hinnar svonefndu málvistfræði. Aðrar greinar voru ritaðar sérstaklega fyrir þetta greinasafn. Ritstjórar og höfundur eru margir reyndir og alþjóðlega þekktir fræðimenn á sviði sögulegra og félagslegra málvísinda en meðal þeirra eru einnig yngri málfræðingar sem hafa lagt stund á áhugaverðar rann- sóknir á þessu sviði. Í inngangi greina ritstjórarnir frá tilurð ritsins, efni þess og skipulagi. Þar kemur fram að greinahöfundar voru beðnir sérstaklega um að fjalla m.a. um gildi kenningar Haugens í samtímanum, kosti hennar og galla, með hliðsjón af þeirra eigin viðfangsefnum og rannsóknum. Safnið skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta eru fjórar greinar sem hver á sinn hátt fjalla um fræðilegar hliðar málvistfræði. Sú fyrsta, skrifuð af Stig Eliasson, gefur ítarlegt og gagnrýnið yfirlit yfir skrif og hugmyndir Einars Haugen um málvistfræði, stöðu hennar innan málvísinda og tengsl við hugtakið vistfræði eins og það er notað í öðrum vísindagreinum, ekki síst í líffræði þaðan sem það á rætur að rekja. Meðal þess sem rætt er í greininni er hvort Haugen hafi fremur litið á vistfræði tungumáls sem gagnlega myndhverfingu þar sem málinu er líkt við líf- veru og málsamfélaginu við náttúrulegt umhverfi eða sem sérstakt viðfangsefni mál- og félagsvísinda og sýnt er fram á að það er ekki að fullu ljóst af skrifum hans. Yfirlitið er mjög greinagott og því gagnlegur inngangur fyrir þá sem vilja kynna sér þetta svið. Það er á mörkum félagsmálfræði og annarra félagsvísinda með sterk tengsl við hugmyndir Haugens um tvítyngi, sambúð tungumála á sama málsvæði, m.a. meðal tvítyngdra málhafa, og málstýringu. Aðrar greinar í þessum hluta fjalla um tengsl fjölskyldubanda og búsetumynsturs við málbreytingar (höf.: Kees Versteegh), um greiningu á eðli minnihlutamála með hliðsjón af kenn ingum Haugens og fleiri fræðimanna (höf.: Jeroen Darquennes) og um veikleika í stöðu tungumála (höf.: Peter Trudgill). Í síðustu greininni er einkum fjallað um stöðu málbrigða, m.t.t. þess hvort litið er á þau sem mál eða mállýsku, með hliðsjón af málvistfræði Haugens og hugmyndum Heinz Kloss um „Abstandsprachen“ og „Ausbausprachen“. Þau hugtök vísa til þess að það hvort litið er á málbrigði sem sérstakt tungumál eða sem mállýsku – sem er þá í ein- hverjum skilningi undirskipuð ákveðnu (staðal)máli – hvílir bæði á málfræðileg- um mun og landfræðilegum, sögulegum og menningarlegum þáttum. Ef sérstaða málbrigðis (eða fjarlægð (Abstand )) í samanburði við önnur málbrigði er mikil, er yfirleitt augljóst að það er sérstakt tungumál. Ef það er aftur á móti hluti af sam- Ritfregnir168
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.