Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 170
Bergen en það voru nánast eingöngu fullorðnir karlmenn sem bjuggu á afmörk -
uðu svæði og höfðu takmörkuð samskipti við heimafólk. Í Osló og nágrenni
bjuggu aftur á móti aðallega þýskar fjölskyldur, þær voru dreifðar um borgina og
hafa því væntanlega verið í nánara sambandi við aðra íbúa. Ætla má að þessi
munur hafi haft ólík áhrif á málnotkun, sérstaklega val á samskiptamáli, og á
útbreiðslu og eðli tvítyngis í samfélaginu en það eru þættir sem skipta máli fyrir
eðli og umfang þeirra áhrifa sem spretta af máltengslum. Síðasta greinin í þessum
hluta fjallar um málaðstæður í Noregi (höf.: Ernst Håkon Jahr). Norskar mál -
aðstæður og málþróun undanfarinna 100–150 ára eru flóknar og hafa vakið
áhuga félagsmálfræðinga langt út fyrir Norðurlönd. Sem kunnugt er hefur þró-
unin þar verið talsvert ólík því sem gengur og gerist í Evrópu þar sem staðalmál
(ríkismál) hafa haft sterka stöðu og hefðbundnar mállýskur átt mjög í vök að verj -
ast. Í Noregi hefur aftur á móti verið ýtt undir að fólk noti sína mállýsku, ekki
bara í nærsamfélaginu heldur almennt, og þær hafa notið almenns stuðnings og
velvilja. Þar hefur heldur ekki orðið til talað staðalmál á borð við ríkisdönsku eða
-sænsku. Ritmálsstaðlarnir eru hins vegar tveir, bókmál og nýnorska, sem báðir
njóta opinberrar viðurkenningar og stuðnings þótt mikill munur sé á útbreiðslu
þeirra. Á sama tíma hafa verið líflegar umræður og oft hatrammar deilur um mál
og málnotkun meðal lærðra og leikra í Noregi. Í greininni er gefið yfirlit yfir
stöðuna í Noregi og forsögu hennar.
Í þriðja og síðasta hluta ritsins eru fjórar greinar um málvistfræði frá sjónar-
horni málsvæða og málsamfélaga utan Evrópu, sem mörg eru mun margbreyti-
legri og flóknari en þau evrópsku. Fyrsta greinin (höf.: Ana Deumert) fjallar um
Suður-Afríku. Þar eru töluð fjölmörg tungumál af ólíkum uppruna sem hafa
verið töluð á þessum slóðum í nokkrar aldir þótt sum hafi borist með innflytjend-
um frá fjarlægum stöðum, t.d. enska og hollenska sem með tímanum varð afrika-
ans. Útbreiðsla, staða og innbyrðis tengsl þessara mála er flókin og sambúð þeirra
hefur leitt af sér ný blendingsmál og -málbrigði í tímans rás. Höfundur dregur
upp mynd af málaðstæðum og skoðar þær skipulega í ljósi hugmynda Haugens
um vistfræði tungumála. Ray Harlow og Julie Barbour rita næstu grein um stöðu
og þróun Māori, hins pólýnesíska máls frumbyggja í Nýja-Sjálandi, sem frá mál-
vistfræðilegu sjónarhorni tengist aðkomu enskumælandi innflytjenda á 19. öld.
Sókn ensku á svæðinu gerði Māori smám saman að minnihlutamáli með tak-
markað notkunarsvið en höfundur rekur hvernig opinber stuðningur og breytt
viðhorf hafa styrkt stöðu þess á síðari árum. Í grein Miriam Meyerhoff fjallar
hún um málaðstæður á eyjunni Bequia í Karabíska hafinu. Hún er byggð afkom-
endum breskra nýlenduherra og afrískra þræla og íbúarnir tala kreólamál,
Bequia-ensku. Í umfjölluninni er gerð tilraun til að tengja hugtakið „vísbending“
(indexicality, sbr. index ‘vísir’) eins og það er notað í félagsmálfræði og mál-
vistfræði saman til þess að varpa ljósi á málaðstæður. Þessum hluta lýkur á grein
um vistfræði tungumála í Botswana (höf.: Lars-Gunnar Anderson). Það er til-
Ritfregnir170