Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 170

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 170
Bergen en það voru nánast eingöngu fullorðnir karlmenn sem bjuggu á afmörk - uðu svæði og höfðu takmörkuð samskipti við heimafólk. Í Osló og nágrenni bjuggu aftur á móti aðallega þýskar fjölskyldur, þær voru dreifðar um borgina og hafa því væntanlega verið í nánara sambandi við aðra íbúa. Ætla má að þessi munur hafi haft ólík áhrif á málnotkun, sérstaklega val á samskiptamáli, og á útbreiðslu og eðli tvítyngis í samfélaginu en það eru þættir sem skipta máli fyrir eðli og umfang þeirra áhrifa sem spretta af máltengslum. Síðasta greinin í þessum hluta fjallar um málaðstæður í Noregi (höf.: Ernst Håkon Jahr). Norskar mál - aðstæður og málþróun undanfarinna 100–150 ára eru flóknar og hafa vakið áhuga félagsmálfræðinga langt út fyrir Norðurlönd. Sem kunnugt er hefur þró- unin þar verið talsvert ólík því sem gengur og gerist í Evrópu þar sem staðalmál (ríkismál) hafa haft sterka stöðu og hefðbundnar mállýskur átt mjög í vök að verj - ast. Í Noregi hefur aftur á móti verið ýtt undir að fólk noti sína mállýsku, ekki bara í nærsamfélaginu heldur almennt, og þær hafa notið almenns stuðnings og velvilja. Þar hefur heldur ekki orðið til talað staðalmál á borð við ríkisdönsku eða -sænsku. Ritmálsstaðlarnir eru hins vegar tveir, bókmál og nýnorska, sem báðir njóta opinberrar viðurkenningar og stuðnings þótt mikill munur sé á útbreiðslu þeirra. Á sama tíma hafa verið líflegar umræður og oft hatrammar deilur um mál og málnotkun meðal lærðra og leikra í Noregi. Í greininni er gefið yfirlit yfir stöðuna í Noregi og forsögu hennar. Í þriðja og síðasta hluta ritsins eru fjórar greinar um málvistfræði frá sjónar- horni málsvæða og málsamfélaga utan Evrópu, sem mörg eru mun margbreyti- legri og flóknari en þau evrópsku. Fyrsta greinin (höf.: Ana Deumert) fjallar um Suður-Afríku. Þar eru töluð fjölmörg tungumál af ólíkum uppruna sem hafa verið töluð á þessum slóðum í nokkrar aldir þótt sum hafi borist með innflytjend- um frá fjarlægum stöðum, t.d. enska og hollenska sem með tímanum varð afrika- ans. Útbreiðsla, staða og innbyrðis tengsl þessara mála er flókin og sambúð þeirra hefur leitt af sér ný blendingsmál og -málbrigði í tímans rás. Höfundur dregur upp mynd af málaðstæðum og skoðar þær skipulega í ljósi hugmynda Haugens um vistfræði tungumála. Ray Harlow og Julie Barbour rita næstu grein um stöðu og þróun Māori, hins pólýnesíska máls frumbyggja í Nýja-Sjálandi, sem frá mál- vistfræðilegu sjónarhorni tengist aðkomu enskumælandi innflytjenda á 19. öld. Sókn ensku á svæðinu gerði Māori smám saman að minnihlutamáli með tak- markað notkunarsvið en höfundur rekur hvernig opinber stuðningur og breytt viðhorf hafa styrkt stöðu þess á síðari árum. Í grein Miriam Meyerhoff fjallar hún um málaðstæður á eyjunni Bequia í Karabíska hafinu. Hún er byggð afkom- endum breskra nýlenduherra og afrískra þræla og íbúarnir tala kreólamál, Bequia-ensku. Í umfjölluninni er gerð tilraun til að tengja hugtakið „vísbending“ (indexicality, sbr. index ‘vísir’) eins og það er notað í félagsmálfræði og mál- vistfræði saman til þess að varpa ljósi á málaðstæður. Þessum hluta lýkur á grein um vistfræði tungumála í Botswana (höf.: Lars-Gunnar Anderson). Það er til- Ritfregnir170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.