Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 11
t.d. í pistli Jóns G. Friðjónssonar í Morgunblaðinu frá 12.5. 2007. Það er
hins vegar ljóst að margt hér kallar á málfræðilegar skýringar og auk þess
koma hér einnig fram staðhæfingar sem nauðsynlegt er að rannsaka nánar.
Meðal annars er sagt að orðasambandið vera að + nh. geti ekki gengið
með sögnum sem að jafnaði merkja einhvers konar ástand. Þá er greinileg
sú skoðun að þessi notkun vera að + nh. með „nýjum sögnum“ sé málvilla,
árátta eða jafnvel sýki því að orðasambönd eins og Ég er ekki að skilja
þetta, Við erum að sjá það gerast og Vörnin var að standa sig vel geti ekki
merkt neitt annað en einfalda nútíðin/þátíðin í Ég skil þetta ekki, Við
sjáum það gerast og Vörnin stóð sig vel. Því er einnig haldið fram að þessi
(meinta) útvíkkun á notkunarsviði vera að sé til komin fyrir ensk áhrif og
að þar sé notkun samsvarandi setningagerðar (be + lh.nt.) hömlulaus (og
þess vegna stefni í það sama hér á landi). Í raun eru þessar fullyrðingar þó
að mestu byggðar á tilfinningu hvers og eins og alls ekki studdar neinum
rökum eða með tilvísun í eiginlegar rannsóknir. Þessari grein er því ætlað
að útskýra málfræðilega hvað raunverulega er hér á seyði. Rannsóknar -
spurn ingarnar eru eftirfarandi:
1. Hvers vegna hefur yfirleitt ekki verið hægt að nota vera að með
sögnum og orðasamböndum sem tákna einhvers konar ástand
(ástands sögnum)?
2. Hefur notkun vera að með ástandssögnum einhver áhrif á merk-
ingu þeirra, og ef svo er, í hverju eru þau áhrif þá fólgin og hvernig
má skýra þau?
3. Er notkun vera að + nh. orðin alveg hliðstæð notkuninni á be +
lh.nt. í ensku — og þar með kannski „hömlulaus“?
Helstu niðurstöður munu sýna að þegar ástandssagnir eru notaðar með
vera að fá þær nokkuð breytta merkingu frá einfaldri nútíð/þátíð, sérstak-
lega þá að um tímabundið ástand sé að ræða. Ég mun halda því fram að í
slíkum tilfellum séu ástandssagnirnar í raun notaðar sem atburðarsagnir og
vísi þá til þess að ástandið hafi ákveðna eiginleika atburða. Þessir at burðar -
eiginleikar gera sögninni það kleift að standa í framvinduhorfi auk þess
sem þeir hafa áhrif á merkingu setningarinnar. Ég mun einnig sýna fram á
að notkun framvinduhorfs í ensku, og nýlegar breytingar á henni, er engan
vegin hömlulaus, frekar en í íslensku, og að merking sagnar og samhengis
skiptir heilmiklu máli fyrir það hvort setning er tæk eða ekki. Þá er enn
töluverður munur á því hvaða sagnir eru notaðar í framvinduhorfi í ensku
og íslensku. Hvort tveggja veikir allar kenningar um að sú breyting sem
hér virðist hafa orðið sé fyrst og fremst til komin vegna áhrifa frá ensku.
„Nafnháttarsýki“ 11