Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 32
inga. Í kafla 2.2.3.3 ræddum við um mun sagnliðanna ná toppnum og
brotna. Augnablikið þegar toppnum er náð markar ákveðinn hápunkt
atburðarins (e. culmination). Þó má leiða að því líkum að á undan fari
ákveðin atburðarás sem leiði til þessa tiltekna lokapunkts. Sá sem gengur
á fjall stefnir væntanlega að því að ná toppnum en ekki er hægt að segja
að öll fjallgangan sé atburðurinn að ná toppnum, eins og áður var bent á.
Ef öll fjallgangan, eða að minnsta kosti einhver hluti fjallgöngunnar sjálf-
rar auk lokapunktsins, væri eiginlegur hluti atburðarins ná toppnum ætti
ekki að vera erfitt að fá eiginlega framvinduhorfsmerkingu með vera að +
nh. þar sem tilvísunartíminn gæti auðveldlega rúmast innan tíma kring-
umstæðna. Þetta verður greinilegt þegar við skoðum sagnir eins og brotna
sem öllu jöfnu eru augabragðssagnir en geta þó tekið tíma undir vissum
kringumstæðum. Ef við ímyndum okkur til dæmis að ákveðin krukka sé
smátt og smátt að brotna, t.d. á þann hátt að fyrst komi smá rifa í hana
sem stækkar og stækkar, hefði setning eins og (54) venjulega framvind-
uhorfsmerkingu og gæti staðið með atvikslið eins og smátt og smátt eins
og sjá má í (55a). Ef það tæki krukkuna hins vegar aðeins augnablik að
brotna í tvennt, eða smærra, myndi (54) eingöngu fá þá merkingu að
krukkan væri alveg að fara að brotna eins og sjá má í (55b):
(54) Krukkan er að brotna.
(55) a. Krukkan er að brotna (smátt og smátt).
b. Krukkan er (alveg) að brotna.
Það má því segja að afrekasagnir geti vissulega staðið með vera að + nh.,
en ef um er að ræða atburð sem tekur aðeins augnablik er ekki um eigin-
lega framvinduhorfsmerkingu að ræða heldur þá að atburður sé um það
bil að fara að gerast eða hafi verið að gerast rétt í þessu.
2.3.4 Notkun vera að með ástandssögnum
Almennt hefur verið talið að ástandssagnir geti ekki staðið með sagnasam-
bandinu vera að + nh. (sjá m.a. Stefán Einarsson 1945, Höskuld Þráinsson
1974, 1999, Comrie 1976, Jón G. Friðjónsson 1989) og dæmi eins og eftir-
farandi þykja almennt ótæk þótt sambærileg dæmi heyrist af og til:23
Kristín M. Jóhannsdóttir32
23 Það sama hefur verið sagt um ensku, sjá m.a. Poutsma (1926), Lakoff (1966, 1970),
Visser (1973) og marga fleiri.