Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 42

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 42
um ást manneskju á annarri manneskju en á síðari árum er hún notuð um mat, tónlist, liti, sjónvarpsþætti og fleira. Þá er sögnin jafnvel notuð í framvinduhorfi. Berið t.d. setninguna í (64a) saman við (66) sem er í ein- faldri nútíð. (66) Ég elska Bítlana. Flestir sem ég hef beðið um að meta þessar setningar eru sammála um að ást mín á Bítlunum í (64a) sé að öllum líkindum tískufyrirbæri eða tíma- bundið ástand. Með því orðalagi legg ég áherslu á að þessa stundina elski ég Bítlana en að það segi ekkert um það hver verður í uppáhaldi á morgun. Setningin í (66) lýsir hins vegar varanlegra ástandi. Ég elska ekki bara Bítlana í dag heldur hef ég að öllum líkindum verið aðdáandi í einhvern tíma og allar líkur eru á að það haldi áfram. Í raun er samt ekkert í sannleiksski- lyrðum þessara setninga sem segir að setningin í (64a) sé tímabundin en sú í (66) sé varanleg en samt skilja flestir setningarnar þannig. Sé sú kenning rétt að sögnin elska í (64a) sé í raun ekki lengur ástandssögn heldur at - burðarsögn, og sé það rétt að atburðarsagnir hafi yfirleitt þá atburðareigin- leika að vísa til tímabundinna aðstæðna, kemur ekki á óvart að setningin fái tímabundna merkingu. Í (66) hefur engin slík merkingarfærsla farið fram, sögnin elska er enn ástandssögn og við fáum varanlega merkingu. Það er greinilegt að við verðum að greina á milli ástandsins að elska og hins tengda atburðar að elska. Ástandið að elska er að upplifa ákveðnar tilfinningar. Atburðurinn að elska gefur hins vegar til kynna einhvers konar stjórn á þeirri tilfinningu, virkni eða tímabundnar aðstæður. Með því að breyta ástandi í atburð sýnum við þessar tilfinningar á annan hátt, sem atburð, og gefum þar með til kynna atburðareiginleika þeirra. Þessar niðurstöður eru í samræmi við vel þekkt dæmi úr ensku: (67)a. Pete is living at his parents’ house. b. Pete lives at his parents’ house. Flestir sem hafa ensku að móðurmáli eru sammála um að ástandið sem framvinduhorfssetningin í (67a) lýsi sé tímabundið — að Pete búi ekki öllu jöfnu hjá foreldrum sínum. Einfalda nútíðin gefi hins vegar til kynna mun varanlegra ástand.31 Þetta er einnig í samræmi við niðurstöður Theó - Kristín M. Jóhannsdóttir42 31 Mufwene (1984:20) bendir reyndar á að sama mun megi sjá á milli atburðarsetninga í dæmum á borð við þessi: (i) John is working/studying/teaching at UGA. (ii) John works/studies/teaches at UGA.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.