Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 46

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 46
Hlustandinn á því erfitt með að koma auga á nokkra þeirra eiginleika sem oftast valda því að ástandssagnir eru notaðar sem atburðarsagnir og setn- ingarnar þykja tiltölulega ótækar. Almennt séð styðja þessar niðurstöður kenningu mína um að þegar ástandssagnir eru notaðar með vera að eru þær í raun notaðar sem at - burðar sagnir og fá þá einn eða fleiri atburðareiginleikanna. Að minnsta kosti virðist möguleikinn á þessum atburðareiginleikum auka töluvert líkurnar á því að setningin teljist tæk.34 Við skulum því líta á hvernig það má vera að þessir atburðareiginleikar hafa áhrif á getu ástandssagna til að standa í framvinduhorfi. 3.3.3 Ástand verður atburður Margir málfræðingar hafa lýst þeirri skoðun sinni að ástandssagnir í fram - vinduhorfi séu í raun túlkaðar sem atburðir jafnvel þótt útfærsla mál fræð - inganna sé ekki alltaf sú sama (sjá t.d. Smith 1983:497, Brinton 1987:208 og áfram, Zucchi 1998, Kristín M. Jóhannsdóttir 2011). Það sem skiptir máli í þessari grein er fyrst og fremst það að ástandssagnir eru notaðar sem atburðarsagnir þegar þær standa í framvinduhorfi. Ég tel að hinir dæmigerðu eiginleikar atburðarsagna leiki mikilvægt hlutverk í því að skilja hvers vegna svo er og að þeir eiginleikar komi fram með hinni breyttu sögn sem vísbendi (e. implicature). Vísbendi vísar til þess að eitthvað er kallað fram í hugann jafnvel þótt það sé hvorki sagt beint út né leitt af því sem sagt er. Þessu verður nú lýst nánar. Áður hefur komið fram að það er ekki nauðsynlegt að greina allar at - burðar sagnir með tilliti til atburðareiginleikanna og það er ekki nauðsyn- legt að sögn hafi alla þessa eiginleika til þess að vera atburðarsögn. Sagnir eins og falla og deyja innihalda til dæmis þróun en hafa ekki stjórn og samt leikur enginn vafi á að þetta séu atburðarsagnir. Þessir dæmigerðu atburðareiginleikar greina atburði frá ástandi og ef mælandinn vill sýna aðstæður sem atburð, fremur en sem ástand, eins og gefið er til kynna með því að nota hið dæmigerða framvinduhorfsorðalag vera að + nh., er það gert til að leggja áherslu á einn eða fleiri þessara atburðareiginleika. Og þar sem mælandinn ákveður að nota ástandssögnina í framvinduhorfi dregur hlustandinn þá ályktun að einn eða fleiri þessara eiginleika þurfi að vera til staðar. Atburðareiginleikarnir verða hins vegar ekki hluti af sann - Kristín M. Jóhannsdóttir46 34 Því miður voru engin dæmi í Tilbrigðaverkefninu þar sem hægt var að sjá greinileg- an mun á virkni eða stjórn sagnanna svo ekki er hægt að staðfesta að þeir atburðareigin- leikar hafi áhrif á mat manna á ástandssögnum í framvinduhorfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.