Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 53

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 53
mun betri, eins og við höfum séð. Höskuldur Þráinsson og Theódóra Torfadóttir (2015) hafa jafnvel haldið því fram að íþróttamálið gæti hafa rutt brautina fyrir notkun vera að með ástandssögnum. Það að setningar sem lýsa endurteknum atburðum og vana þykja almennt tækari með vera að + nh. en ástandssagnir, og það að ekki skuli vera mikill munur eftir aldri hvað varðar mat þátttakenda í Tilbrigðaverkefninu á slíkum setning- um, bendir til þess að svo gæti verið. 3.5 Samantekt Í þessum kafla hefur verið fjallað um dæmigerða atburðareiginleika. Eigin - leikarnir sem um ræðir hafa hér verið kallaðir þróun, tímabinding og stjórn. Dæmigerðir atburðir hafa alla þessa eiginleika en dæmigert ástand engan. Sagnir sem vísa til atburða hafa hér verið kallaðar atburðarsagnir og sagnir sem venjulega vísa til ástands hafa verið kallaðar ástandssagnir. Það er hins vegar hægt að nota ástandssögn sem atburðarsögn og þá fær hún yfirleitt einn eða fleiri atburðarþætti, þ.e. notkun hennar felur í sér að í raun sé ekki verið að vísa til dæmigerðs ástands heldur ástands sem hefur einhverja atburðareiginleika. Í þessu sambandi er tímabindingin sér staklega mikilvæg. Standi ástandssögn í formgerðinni vera að + nh. fær hún þá merkingu að ákveðið ástand sé viðvarandi á tilteknum tíma. Af þessu leiðir að það er auðveldara að nota ástandssögn í framvinduhorfi ef samhengið gefur til kynna ákveðna breytingu eða þróun ástands. Niður - stöður úr Tilbrigðaverkefninu styðja þá greiningu. Þær benda einnig til þess að notkun vera að + nh. gangi jafnvel enn betur í setningum sem lýsa endurtekningu eða vana en þeim sem lýsa ástandi. Í slíkri notkun fæst vanalega sú merking að endurtekningin eða vaninn sé tímabundinn. Þetta fer ágætlega saman við kenningar Lyons (1977), Comrie (1976) og Hirtle (1967) um að ástandssagnir standi almennt ekki í framvinduhorfi vegna þess að þær skorti hreyfingu eða þróun. Þó er líklegt að nauðsynlegt sé að skilgreina þá þróun víðar svo hún nái til tímabundinna aðstæðna sem virðist vera algengasta vísbendið sem fæst þegar ástandssagnir, svo og at - burðarsagnir sem tjá endurtekna atburði eða vana, standa með vera að. Í Tilbrigðaverkefninu kom einnig fram að lítill munur er á milli kyn slóða í mati á (öðrum) setningum sem vísa til endurtekinna atburða eða vana. Þetta bendir til þess að breytingin á málnotkun með slíkum setningum hafi hafist fyrr og jafnvel rutt leiðina fyrir ástandssagnir með vera að. En hvernig samræmist þetta þeim hugmyndum að breytingin á notkun vera að + nh. sé til kominn vegna áhrifa frá ensku? Við skulum nú líta nánar á þá spurningu. „Nafnháttarsýki“ 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.