Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 74

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 74
-Ø með sumum rótum6 og stundum er breytilegt hvort endingin er -i eða -Ø, sbr. umræðu hjá Kristínu Bjarnadóttur (2010) um orð eins og engifer og saffran þar sem báðar beygingarendingarnar koma fyrir. Dreifingu eignarfallsendinganna -s og -(j)ar þarf sömuleiðis að leggja á minnið (sjá Czajokowska 2009), til dæmis með því að læra lista yfir þær rætur þar sem -ar kemur fyrir og gera ráð fyrir að -s sé ómarkaður hljóðfulltrúi eignar falls. Stundum er það jafnvel háð innri breytileika7 í máli eins ein- staklings hvor endingin er valin með sömu rót. Eftirfarandi er náttúrulegt dæmi af vefnum (af mbl.is, leturbreyting mín): (12) Tvö hjól ræstivagnsins höfðu orðið milli vegg-s og lyftu sem olli því að hún komst ekki alla leið upp. Þegar maðurinn teygði sig inn í lyft- una til að athuga málið skipti engum togum að lyftan féll niður með hann innanborðs þannig að annar fótur hans klemmdist milli veggj- ar lyftuganganna og þaks lyftunnar með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Svona dæmi sýna að það er hægt að leggja á minnið að rót velji hljóðfull- trúa beygingarmyndans. Þekking málhafa á dreifingu -Ø/-i og -s/-(j)ar getur þannig falið í sér upplýsingar um tilteknar rætur. Málhafi getur lært að beygingarmyndanið fær formið Y1 með sumum rótum, Y2 með öðrum, og með enn öðrum koma bæði Y1 og Y2 til greina. Það er ekki markmið þessarar greinar að gera grein fyrir öllum þeim fjölbreytileika í beygingu sem finna má í rótarlímdum beygingarending- um í íslenskum nafnorðum. Þeim mynstrum sem er að finna í málinu eru gerð góð skil annars staðar (sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson 1990, Ástu Svavars - dóttur 1993, Guðrúnu Kvaran 2005). Samkvæmt einni lýsingu eru beyg- ingarmynstrin 96 talsins (kennsluefni Jóns Friðjónssonar, tilvitnað eftir Guðrúnu Kvaran 2005:78). Þessi fjöldi veltur auðvitað á ýmsum ákvörð - un um um það hvernig á að telja en hér skiptir aðeins máli að til séu a.m.k. Anton Karl Ingason74 6 Yfirlesari bendir á að í einhverjum tilvikum geti víxl af þessu tagi ráðist að einhverju leyti af hljóðkerfislegum eiginleikum rótar og nefnir t.a.m. að Friðrik Magnússon hafi bent á það að „margir fylgja þeirri (ómeðvituðu) meginreglu að láta sterk karlkynsorð enda á -i í þgf.et. ef stofninn endar á tveim samhljóðum“ eins og Höskuldur Þráinsson (1995:201–202) bendir á. Kerfið sem hér er notað getur vísað til slíkra eiginleika þannig að slíkt samræmist kenningunni sem er til umfjöllunar. Það sem máli skiptir er að hljóðfulltrúi beygingarinnar er ekki alltaf fyrirsegjanlegur án þess að vísa í tiltekna rót. 7 Ég nota orðalagið innri breytileiki til að þýða intra-speaker variation á sama hátt og Iris Edda Nowenstein (2012, 2014), þ.e. „hugtakið lýsir því að sami málhafi noti ýmist eitt mál- tilbrigði eða annað“ (Iris Edda Nowenstein 2012:19). Enska hugtakið er alþekkt og kemur m.a. mikið við sögu í félagsmálfræði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.