Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 116
Fyrst rekur Jón hvað hann ætli sér að segja um tunguna og um tungu-
mál almennt, og drepur þar á ýmislegt um ættir og uppruna og tengsl
íslensku og norrænna mála við önnur mál (bls. 1–3). Fyrirsögnin er „Um
tunguna“. Hér er margt talsvert nútímalegt og skín í gegn að Jón Ólafsson
hefur hugsað á gagnrýninn hátt um tungumál og uppruna þeirra og verið
ágætlega lesinn í fræðum síns tíma. Á eftir umfjöllun um tunguna eru
drög að því sem Jón kveðst myndu vilja segja um bókstafi og rúnir (bls.
4–6). Fyrirsögnin er „Um rúnir“. Reyndar fjallar hann þarna ekki svo
mjög um rúnirnar sjálfar, og því síður um staf setningu, heldur er textinn
að allmiklu leyti vangaveltur um það hvernig Jón hyggst hrekja kenningar
um að rúnirnar séu frá Óðni sjálfum komnar.
Hér á eftir verður þessi verkáætlun Jóns Ólafssonar birt (örlítið stytt
í lokin) svo að áhugasamir geti skyggnst inn í hugarheim hans og kynnst
skoðunum hans á tungumálinu.
Þessi skrif eru einungis drög — jafnvel mætti kalla þau uppkast að
drögum — og sjálfsagt hefur höfundur hreinritað textann og gengið frá
honum handa þeim sem hann hugðist bera áætlunina undir. Margar við -
bætur eru milli lína og á spássíu og víða er strikað yfir orð í megintexta.
Viðbæturnar falla yfirleitt vel að megintexta og virðast flestar samtíða
megintextanum. Nokkrar viðbætur gætu af rithendinni að dæma verið
yngri, e.t.v. frá efri árum höfundar. „Til að skirrast meira ómak“, segir Jón
í lok greinargerðar innar, „þá skrifa eg allt þetta á íslensku, meðan eg er ei
búinn að gjöra það so fullkomið sem eg vil eða get“. Víða gríp ur hann þó
til latínu, ekki síst þegar hann þarfnast íðorða og fræði orða.
Hér verða flestar spássíu- og millilínuviðbætur felldar inn í megin-
texta þar sem höfundur hefur ætlað þeim stað. Lesanda til glöggvunar eru
þær fyrrnefndu afmarkaðar með táknunum ⸍ … ⸌ og þær síðarnefndu með
sömu táknum viðsnúnum, ⸌ og ⸍. Fáeinar eru birtar neðanmáls þegar þær
virðist vanta nægilega skýr tengsl við megintexta. Fáeinum viðbótum er
sleppt þegar um er að ræða krot sem engu bætir við textann. Það sem höf-
undur hefur strikað yfir er að mestu látið óbirt hér, og leiðréttingar orða
eru ekki merktar sérstaklega, né þegar höfundur hefur fært orð um sæti
innan setningar. Þar sem Jón hefur hlaupið yfir staf er hann færður inn
innan oddklofa, ⟨ … ⟩.
Sú leið er farin að þýða lang flestar latínuglósur Jóns, fella þær inn í
megintexta en færa latínuna í neðanmálsgreinar. Þegar fleiri en eitt orð
eru þýdd er merkið ⸀ haft fremst til að sýna hvar þýðing hefst. Í örfáum
tilfellum er latínutextinn hafður í megintexta en skýring höfð neðan-
máls.
Veturliði Óskarsson116