Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 116

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 116
 Fyrst rekur Jón hvað hann ætli sér að segja um tunguna og um tungu- mál almennt, og drepur þar á ýmislegt um ættir og uppruna og tengsl íslensku og norrænna mála við önnur mál (bls. 1–3). Fyrirsögnin er „Um tunguna“. Hér er margt talsvert nútímalegt og skín í gegn að Jón Ólafsson hefur hugsað á gagnrýninn hátt um tungumál og uppruna þeirra og verið ágætlega lesinn í fræðum síns tíma. Á eftir umfjöllun um tunguna eru drög að því sem Jón kveðst myndu vilja segja um bókstafi og rúnir (bls. 4–6). Fyrirsögnin er „Um rúnir“. Reyndar fjallar hann þarna ekki svo mjög um rúnirnar sjálfar, og því síður um staf setningu, heldur er textinn að allmiklu leyti vangaveltur um það hvernig Jón hyggst hrekja kenningar um að rúnirnar séu frá Óðni sjálfum komnar. Hér á eftir verður þessi verkáætlun Jóns Ólafssonar birt (örlítið stytt í lokin) svo að áhugasamir geti skyggnst inn í hugarheim hans og kynnst skoðunum hans á tungumálinu. Þessi skrif eru einungis drög — jafnvel mætti kalla þau uppkast að drögum — og sjálfsagt hefur höfundur hreinritað textann og gengið frá honum handa þeim sem hann hugðist bera áætlunina undir. Margar við - bætur eru milli lína og á spássíu og víða er strikað yfir orð í megintexta. Viðbæturnar falla yfirleitt vel að megintexta og virðast flestar samtíða megintextanum. Nokkrar viðbætur gætu af rithendinni að dæma verið yngri, e.t.v. frá efri árum höfundar. „Til að skirrast meira ómak“, segir Jón í lok greinargerðar innar, „þá skrifa eg allt þetta á íslensku, meðan eg er ei búinn að gjöra það so fullkomið sem eg vil eða get“. Víða gríp ur hann þó til latínu, ekki síst þegar hann þarfnast íðorða og fræði orða. Hér verða flestar spássíu- og millilínuviðbætur felldar inn í megin- texta þar sem höfundur hefur ætlað þeim stað. Lesanda til glöggvunar eru þær fyrrnefndu afmarkaðar með táknunum ⸍ … ⸌ og þær síðarnefndu með sömu táknum viðsnúnum, ⸌ og ⸍. Fáeinar eru birtar neðanmáls þegar þær virðist vanta nægilega skýr tengsl við megintexta. Fáeinum viðbótum er sleppt þegar um er að ræða krot sem engu bætir við textann. Það sem höf- undur hefur strikað yfir er að mestu látið óbirt hér, og leiðréttingar orða eru ekki merktar sérstaklega, né þegar höfundur hefur fært orð um sæti innan setningar. Þar sem Jón hefur hlaupið yfir staf er hann færður inn innan oddklofa, ⟨ … ⟩. Sú leið er farin að þýða lang flestar latínuglósur Jóns, fella þær inn í megintexta en færa latínuna í neðanmálsgreinar. Þegar fleiri en eitt orð eru þýdd er merkið ⸀ haft fremst til að sýna hvar þýðing hefst. Í örfáum tilfellum er latínutextinn hafður í megintexta en skýring höfð neðan- máls. Veturliði Óskarsson116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.