Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 124
verið, en orðin, sem hverutveggi hafa, ⸀bera vitni um misjafna elli83. Hér
kemur í þarfir það áður er áminnst, að þekkja tungunnar elli og hreinleika
af samanburði við sjálfa sig. ⸍Hér að auki eru áminnstar kviður öngvu
vandskildari en Brynhildar ljóð, Sigurdrífumál og um Guðrúnu Gjúka -
dóttur í Eddu og vita menn þó að Sigurður fofnisbani var circa 700; vide
seriem Thorm. p. 326 et fn qv.⸌84
Að auk þessa sýnist ⸀sú skáldskapartegund85, sem er í Eddu, líkast frá
eng elskum komin86, og er allt hið sama sem Cædmon87 hefur og ⸀endur -
sögn guðspjallanna88, gjörð ⸀handa Knúti mikla89, ein hvern tíma á hans
dögum meðan hann réði fyrir Englandi 1012–1035, og Exorcismi ad redd -
endos agros fertiliores90. Sama mun finnast hjá fleirum enskum forn-
skáldum, þó ég hafi eigi fleiri séð. Það meira er, að orðatiltækinu sýnist
bera saman sumstaðar. Fyrir rúnir getur og annað skilist í mörgum þess-
um stöðum en stafamyndir eftir þýðing orðsins ⸀eins og að ofan greinir91.
Þó að þessi hugmynd Jóns sé vafasöm þá dregur hann af henni talsvert skyn-
samlega ályktun um aldur eddukvæða:
Hér af verður ljóst hver mín meining sé um þessi Eddu-kvæði, nefni-
lega að þau séu gjörð eigi mjög löngu ⸀fyrir kristnitöku92 ⸌á Íslandi því þar
held eg þau flest upp runnin.⸍93 ⸍Nú voru margir áður alkristnir og hálf-
kristnir af landnámsmönnum, helst þeir er komu vestan um haf frá Eng -
landi og Írlandi, ⸀sjá Landnámabók94. England var löngu fyrir 700 kristið.
Veturliði Óskarsson124
83 spirera misjafna antiqvitatem.
84 Hér og víðar vísar Jón í Series Dynastarum et Regum Daniæ eftir Þormóð Torfason
(Torfæus) sem kom út í Kaupmannahöfn 1702.
85 það carminum genus.
86 Þ.e. komið (beygist með það carminum genus).
87 Enska skáldið Caedmon (7. öld) samdi eitt elsta þekkta kvæði sem varðveitt er á ensku.
88 Paraphrasis Evangelica.
89 in usum Canuti Magni.
90 Þ.e. líklega „Exorcismius, magna ex parte rhythmicus, ad reddendos agros fertiliores“.
Þetta rit er m.a. nefnt í heimildaskrá Grammaticæ Islandicæ Rudimenta eftir Runólf Jónsson, 2.
útg. frá 1688 (bls. 146) en ég veit lítil deili á því önnur en að um mun vera að ræða handrit frá
fyrra helmingi 11. aldar með fornensku kvæði, varðv. í British Library sem „Cotton Caligula A.
vii“. (Sbr. HRI Online Publications.) Jóni Ólafssyni hefur e.t.v. verið tiltækt rit eftir George
Hickes (1642–1715), Thesaurus Linguarum Septentrionalium, sem kom út 1703–1705 og nefn-
ir m.a. þetta handrit (sjá Cain 2010). Hickes átti í bréfaskrifum við Árna Magnússon um
1699–1700 (Már Jónsson 1999).
91 de qva supra.
92 ante christianismum.
93 Frá þessu orði heldur viðbótin áfram á spássíu.
94 vide Landn.