Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 158
betra sé að nefna fleira en færra“, ásamt tregðu höfundarins til að vilja skera á
Gordíonshnútinn, veldur því að erfiðara er að nota bókina sem handbók en ella
hefði verið. Það bætir ekki úr skák að engin efnisorðaskrá fylgir ritinu.
3.2 Umræða á tveim plönum
Neðanmálsgreinar eru margar í ritinu og oft ærið langar og efnisríkar. Skýring in
liggur að einhverju leyti í ofangreindu verklagsviðhorfi höfundarins, „að betra sé
að nefna fleira en færra“. Það má segja að umræðan fari sums staðar fram á tveim-
ur plönum, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu: Neðanmálsgreinarnar eru
nefnilega oft teknar undir langa umræðu, röksemdafærslu og dæma taln ingu og
þær fjalla oft og tíðum um efni sem að mínu mati hefði betur átt heima í aðal-
texta. Lesandinn þarf að hafa sig allan við, skipta á milli meginmáls og neðan máls
og aftur til baka, og þarf þá að rifja upp hvert var meginatriðið í því sem fjallað
var um í aðaltexta. Ekki má gleyma því að umræðan, svo efnisrík og löng sem hún
er, hlýtur að krefjast óskiptrar athygli lesandans. Það kemur líka fyrir að merkileg
atriði eru grafin neðanmáls, t.d. það að „fleirtölumyndir for nafn sins hvorgi eru
t.d. miklu tíðari í ritum sem segja frá stríðandi fylkingum en í öðrum ritum“ eins
og segir í neðanmálsgrein 118 á bls. 140. Stundum eru á hinn bóginn tínd til
fróðleiksatriði sem geta verið skemmtileg og varpa sínu ljósi á efnið, en eru
kannski dálítið almenn og of augljós til að manni finnist þau eiga heima á sínum
stað sem hluti af röksemdafærslunni. Dæmi um slíkt er þegar á bls. 182 er rætt
um orðasambandið í þvísa ljósi og öðru í Grágás, og á það bent að ekki sé að undra
að úreltar orðmyndir lifi áfram í föstu, stöðluðu orðalagi á borð við eiðstafi; það
er náttúrlega hárrétt og ætti varla að þurfa neðanmálsgrein eins og þessa til að
hnykkja á því: „Alþekkt er að fornar og úreltar beygingarmyndir lifi áfram í föst-
um orðasamböndum, t.d. að koma e-m í opna skjöldu, í ríkara mæli“ (nmgr. 28, bls.
182). — Annað dæmi er að finna á bls. 198, þar sem nefnt er að mörg dæmi um
ritmyndina þessan sem stundum bregður fyrir í nútímamáli (skv. leit með Google)
séu vísast ekki annað en ásláttarvillur. Þessu fylgir nmgr. 66 með tveimur augljós-
um ásláttarvillum af netinu. — Nóg er af dæmum sem mætti taka um fróðleiks-
mola í neðanmálsgreinum og verða þessi tvö látin duga. Ég tek fram að ég las
neðanmálsgreinar með athygli og mestu ánægju, en ég fer samt ekki ofan af því
að í doktorsritgerð ætti fremur að sníða burt fróðleiksgreinar en taka þær með, ef
þær bæta litlu eða engu við röksemdafærslu.
Svona nöldur um neðanmálsgreinar virkar ef til vill eins og hreint aukaatriði
— og er það kannski í umræðu um jafnmerka ritgerð sem þessa — en ég er hrædd-
ur um að ég sé ekki eini lesandinn sem tapar þræði og missir jafnvel um stundar -
sakir af meginatrið unum vegna þessa. Mér finnst líka að jafnvel þó að ritgerðin
sé ekki samin sem námsritgerð þá eigi hún að fylgja þeim skráðu jafnt sem
óskráðu reglum sem gilda — eða ættu að gilda — um doktorsritgerðir, og þ. á m.
sýna það að höfundurinn nýti neðanmálsgreinar á markvissari hátt en hér er gert
Veturliði Óskarsson158