Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 158

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 158
betra sé að nefna fleira en færra“, ásamt tregðu höfundarins til að vilja skera á Gordíonshnútinn, veldur því að erfiðara er að nota bókina sem handbók en ella hefði verið. Það bætir ekki úr skák að engin efnisorðaskrá fylgir ritinu. 3.2 Umræða á tveim plönum Neðanmálsgreinar eru margar í ritinu og oft ærið langar og efnisríkar. Skýring in liggur að einhverju leyti í ofangreindu verklagsviðhorfi höfundarins, „að betra sé að nefna fleira en færra“. Það má segja að umræðan fari sums staðar fram á tveim- ur plönum, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu: Neðanmálsgreinarnar eru nefnilega oft teknar undir langa umræðu, röksemdafærslu og dæma taln ingu og þær fjalla oft og tíðum um efni sem að mínu mati hefði betur átt heima í aðal- texta. Lesandinn þarf að hafa sig allan við, skipta á milli meginmáls og neðan máls og aftur til baka, og þarf þá að rifja upp hvert var meginatriðið í því sem fjallað var um í aðaltexta. Ekki má gleyma því að umræðan, svo efnisrík og löng sem hún er, hlýtur að krefjast óskiptrar athygli lesandans. Það kemur líka fyrir að merkileg atriði eru grafin neðanmáls, t.d. það að „fleirtölumyndir for nafn sins hvorgi eru t.d. miklu tíðari í ritum sem segja frá stríðandi fylkingum en í öðrum ritum“ eins og segir í neðanmálsgrein 118 á bls. 140. Stundum eru á hinn bóginn tínd til fróðleiksatriði sem geta verið skemmtileg og varpa sínu ljósi á efnið, en eru kannski dálítið almenn og of augljós til að manni finnist þau eiga heima á sínum stað sem hluti af röksemdafærslunni. Dæmi um slíkt er þegar á bls. 182 er rætt um orðasambandið í þvísa ljósi og öðru í Grágás, og á það bent að ekki sé að undra að úreltar orðmyndir lifi áfram í föstu, stöðluðu orðalagi á borð við eiðstafi; það er náttúrlega hárrétt og ætti varla að þurfa neðanmálsgrein eins og þessa til að hnykkja á því: „Alþekkt er að fornar og úreltar beygingarmyndir lifi áfram í föst- um orðasamböndum, t.d. að koma e-m í opna skjöldu, í ríkara mæli“ (nmgr. 28, bls. 182). — Annað dæmi er að finna á bls. 198, þar sem nefnt er að mörg dæmi um ritmyndina þessan sem stundum bregður fyrir í nútímamáli (skv. leit með Google) séu vísast ekki annað en ásláttarvillur. Þessu fylgir nmgr. 66 með tveimur augljós- um ásláttarvillum af netinu. — Nóg er af dæmum sem mætti taka um fróðleiks- mola í neðanmálsgreinum og verða þessi tvö látin duga. Ég tek fram að ég las neðanmálsgreinar með athygli og mestu ánægju, en ég fer samt ekki ofan af því að í doktorsritgerð ætti fremur að sníða burt fróðleiksgreinar en taka þær með, ef þær bæta litlu eða engu við röksemdafærslu. Svona nöldur um neðanmálsgreinar virkar ef til vill eins og hreint aukaatriði — og er það kannski í umræðu um jafnmerka ritgerð sem þessa — en ég er hrædd- ur um að ég sé ekki eini lesandinn sem tapar þræði og missir jafnvel um stundar - sakir af meginatrið unum vegna þessa. Mér finnst líka að jafnvel þó að ritgerðin sé ekki samin sem námsritgerð þá eigi hún að fylgja þeim skráðu jafnt sem óskráðu reglum sem gilda — eða ættu að gilda — um doktorsritgerðir, og þ. á m. sýna það að höfundurinn nýti neðanmálsgreinar á markvissari hátt en hér er gert Veturliði Óskarsson158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.