Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 161
skekktu niðurstöður rannsóknarinnar og að auki hefði það verið til mikils gagns
fyrir lesendur og framtíðarnotendur doktorsritgerðarinnar.
Annað rit sem Katrín notar einnig víða sem heimildarrit er að nokkru leyti
sama marki brennt. Það er Guðmundar saga biskups sem er frá miðri 14. öld.
Fræði menn hafa þóst sjá merki um norsk áhrif í þessari sögu, og var Jón Þor kels -
son þjóðskjalavörður fyrstur til að benda á það (1874). Þau hafa verið talin tengjast
dvöl höfundarins, Arngríms ábóta Brandssonar (d. 1361), í Noregi árin 1327–
1329. Katrín tekur undir þetta, ræðir víða um norsk áhrif í sögunni og tengir þau
veru Arngríms í Noregi (sbr. orð hennar í nmgr. 24, bls. 179). Um þá umræðu
hefur hún þó nokkurn fyrirvara: „Ef Arngrímur er ekki höfundur íslenska text-
ans missir sú umræða vitaskuld marks. En hvað sem líður höfundi íslenska text-
ans er ljóst að sagan er í svokölluðum skrúðstíl. Í slíkum ritum eru norsk ein-
kenni meira áberandi en gengur og gerist …“ (bls. 179). Hér þykir mér nokkuð
ólíku blandað saman í röksemdafærslu fyrir því að álíta textann geyma norsk
áhrif, og hefði kosið skýrari umræðu um þetta atriði.
Guðmundar saga er víða nefnd í ritgerðinni og tengd norskum máleinkenn-
um. Í umfjöllun um þvísa næst nefnir Katrín norsk einkenni í sögunni:
„Arngrímur dvaldist í Noregi og hjá honum eru önnur norsk máleinkenni“ (bls.
201); „Arngrímur dvaldist í Noregi og í sögu hans gætir norskra máláhrifa, […].
Dæmin hjá honum um þvísa næst þurfa því ekki að vera fyrnska heldur gæti þetta
verið orðalag að norskri fyrirmynd“ (bls. 184). „Hugsanlegt er að orðalagið þvísa
næst hafi borist úr norsku í íslensku“ (bls. 186)“. Og í umfjöllun um orðmyndina
þessur: „Loks kemur myndin [þ.e. þessur] fyrir í Guðmundar sögu, en höfundur
sögunnar, Arngrímur Brandsson, var í Noregi 1327–1329“ (bls. 203).
Þau tvö rit sem hér voru nefnd, Reykjahólabók og Guðmundar saga biskups,
eru merkir textar og höfundar þeirra (eða þýðandi og höfundur) eru vissulega
íslenskir og höfðu íslensku að móðurmáli. Katrín bendir þó nógu skýrt á það sjálf
víða í verki sínu að þessir tveir textar eru vandmeðfarnir.
5. Erlend áhrif
Katrín hugleiðir víða hvort norsk áhrif, og ef til vill einnig dönsk, hafi komið við
sögu við breytingar á beygingum og formgerð orðanna. Gott yfirlit um þetta er í
lokakaflanum, á bls. 588–603, þar sem flest hið mikilvægasta er dregið saman.
Katrín er varfærin í ályktunum og telur hvergi að erlend áhrif geti verið hafin yfir
vafa, nema í sambandi við eina norska orðmynd for nafnsins þessi, sem kemur fyrir í
íslensku ritmáli á 13. og 14. öld (bls. 44, 167, 201, 202 o.v., 220–221, 599).8 — Katrín
skiptir áhrifum í „minniháttar áhrif“ og „meiriháttar áhrif“ í töflu 6 í eftirmála (bls.
599). Taflan er birt í yfirliti Katrínar hér á undan en endurtekin hér til þæginda.
Um doktorsritgerð Katrínar Axelsdóttur 161
8 Þ.e. þessur (eða þessor) í nf.kvk.et. og nf./þf.hk.ft., þ.e. í hugsanlegu orðalagi eins og
þessur kona og þessur börn.