Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 168

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 168
næsta lestur gerðist það stundum að ég saknaði einhvers og skýringin var þá tekin upp aftur. Það má vel vera að ég hafi ekki verið nógu dugleg við að grisja varnagla og ólíklegri kosti (eða verið of dugleg að stinga slíku inn aftur). En eftir á að hyggja finnst mér ágætt að hafa það skjalfest að ég hafi hugsað um þessa mögu- leika á þessum tíma þótt ég sé ekki endilega hlynntust þessum skýringum. Hér er rétt að nefna að sumir varnaglar eru í raun ekki frá mér komnir upp- haflega heldur ritrýnendum eða ritstjórum Íslensks máls. Þannig er því t.d. háttað um varnaglann á bls. 323 í bókinni sem Veturliði nefnir í andmælum sínum sem dæmi um léttvægt atriði sett fram líkt og til öryggis.11 Ég er sammála því að þetta sé heldur léttvægt og það er rétt að ég set þetta fram til öryggis. En jafnvel þótt mér þyki þetta sjálfri léttvægt fannst mér ástæðulaust til að sleppa því. Úr því að einhver lesandi gat leitt hugann að þessum möguleika þótti mér sjálfsagt að minn- ast á hann. Orð og orðasambönd á borð við kannski má telja, kann að vera og hugsanlega koma ærið oft fyrir í bókinni og oft lýkur umræðunni ekki með eindreginni niðurstöðu. Ástæður þessa eru held ég einkum tvær. Annars vegar er ég almennt frekar varkár og ég er ekki mikið fyrir að alhæfa. Hins vegar er það dæmafjöld- inn, eða -fæðin. Mér er tíðrætt um hvað ég hafi eytt miklum tíma í dæmasöfnun og hafi safnað mörgum dæmum. En hvað þýðir mörg dæmi? Mörg miðað við hvað? Þetta er vitaskuld afstætt. Þetta voru vissulega mörg dæmi fyrir mig að safna, þetta tók mörg ár. En til þess að reyna að varpa ljósi á málbreytingar er þetta auðvitað heldur lítið og í sumum tilvikum mjög lítið. Frekar en að fullyrða of mikið á grundvelli fárra dæma vil ég halda mörgum möguleikum opnum og slá marga varnagla. 1.2 Umræða á tveimur plönum Menn eru mishrifnir af neðanmálsgreinum. Flestum lesendum er líklega frekar í nöp við þær enda slíta þær gjarna samhengið. Þeir eru þó til sem finnst neðanmáls- greinar það alskemmtilegasta. Sem höfundi finnst mér neðanmálsgreinar dásam- legt fyrirbæri. Meðan á skrifum stendur geymi ég þar ýmsar hugmyndir og dæmi. Þær gefa tækifæri til að hafa innan seilingar ýmislegt sem skiptir kannski litlu máli en ekki er ástæða til að henda, a.m.k. ekki strax. Og þær skapa rými fyrir alls kyns vangaveltur, varnagla, útúrdúra, millivísanir og plássfrekar tilvísanir. Það sem skiptir mestu máli fyrir umræðu og röksemdafærslu er í meginmáli í bókinni. Það á að vera að hægt að skilja efni bókarinnar án þess að lesa neðan- málsgreinarnar. Ég prófaði undir lokin að líta yfir textann án þess að lesa þær og mér fannst flæðið í honum eðlilegt. Þeir sem þykja neðanmálsgreinar truflandi Katrín Axelsdóttir168 11 Athugasemd ritrýnis/ritstjóra við greinina í Íslensku máli hljóðaði svo: „En er ekki hugsanlegt að hálfbeygðar myndir hafi líka verið til í elstu íslensku en fyrir einhverja til- viljun hafi ótvíræðar myndir þeirra ekki ratað í handrit?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.