Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 169
ættu að sleppa þeim. Langoftast hafa þær að geyma minniháttar atriði. Einstaka
sinnum er rætt í þeim um mikilvægari atriði, atriði sem hefðu mikilvægis síns
vegna átt heima í meginmáli en gátu ekki verið þar því að þau hefðu stöðvað
flæðið í textanum. Þetta eru samt held ég undantekningar.
Ég var reyndar meðvituð um óhóflegan fjölda þurra neðanmálsgreina og gerði
í því sambandi tilteknar ráðstafanir. Í handritinu voru upphaflega mun fleiri
neðanmálsgreinar en standa þar nú. Í greinunum sem bókin byggist á voru nefni-
lega allmargar neðanmálsgreinar sem áttu sérstaklega við töflur. Þarna voru nán-
ari útskýringar, oftast mjög þurrar, á einhverju varðandi tölur og talningar. Slíkar
upplýsingar eiga erindi við fæsta lesendur. Upplýsingarnar voru þarna til að
minna sjálfa mig á eitthvað tengt tölunum, t.d. af hverju ég fékk aðra útkomu en
einhver annar sem hafði fjallað um sama rit. Upplýsingarnar nýtast mér og þeim
sem vilja gagnrýna eða bæta við það sem ég hef gert í þessum efnum eða vilja af
einhverjum ástæðum vita nákvæmlega hvað liggur þarna að baki. Þessar töflu -
neðanmálsgreinar voru ekki bara þurrar heldur gerðu þær umbrot oft mjög erfitt;
það þurfti kannski að koma töflu og nokkrum tilheyrandi neðanmálsgreinum
fyrir á einni síðu. Ég brá því á það ráð að klippa allar þessar neðanmálsgreinar úr
meginköflum og setja þær í sérstakan viðaukakafla sem heitir Athugasemdir við
töflur. Þarna var því hægt að koma fyrir fjölda neðanmálsgreina og þetta er til
bóta fyrir lesendur. En neðanmálsgreinar sem hafa að geyma smáatriði eru vissu-
lega enn margar. Lesandi sem hneigist til að líta alltaf neðst á síðuna þegar hann
sér neðanmálsgreinarmerki er enn í vanda. Það er líklegra en ekki að hann lendi
á smáatriði.
1.3 Dæmafæð og ályktanir
Mér finnst ekki villandi að segja eina orðmynd algengari en aðra í tilteknu riti
þegar sú er raunin, jafnvel þótt munurinn sé sáralítill. Níu er meira en átta, svo
að dæmi sé tekið. Ég benti jafnframt á að munurinn í umræddum (fimm) tilvik-
um í töflu 2 á bls. 181 sé lítill. Í töflunni eru rauntölur sýndar og það sjá því allir
að þetta er ekki marktækur munur. Ef ég hefði sýnt prósentutölur í stað raun-
talna mætti segja að ég væri að blekkja. Í langflestum ritum/ritahópum töflunnar
er hlutur eldri myndar lítill, mjög lítill eða enginn. Í fimm skipti er hlutfall eldri
og yngri myndar frábrugðið og mér finnst ekki óeðlilegt að benda á það þótt tölur
séu lágar.
2. Um Reykjahólabók og Guðmundar sögu biskups sem frumheimildir
Málið á Reykjahólabók er vissulega um margt sérkennilegt, eins og útgefandi
textans, Agnete Loth, benti strax á. Þar er ýmislegt að finna sem ekki sést annars
staðar. Skringilegheitin eru vissulega mikil þegar bókin er borin saman við önnur
rit. En þegar litið er nánar á textann er hin óvenjulega málnotkun ekki jafn slá-
Svör við athugasemdum Veturliða Óskarssonar 169