Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 174

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 174
hvernig samkeppni þeirra var háttað. Þetta þarf að ákvarða út frá rituðum heim- ildum, textum sem eru sjaldnast varðveittir í frumriti heldur í handritum sem eru miklu yngri. Við mat á aldri málbreytinga er sjónum yfirleitt beint að aldri handrits og það haft að leiðarljósi að engin breyting geti verið yngri en handritið sem staðfestir hana, engin orðmynd yngri en handritið sem hún er varðveitt í. Á móti kemur það sjónarmið að ung handrit geti varðveitt fornlegar orðmyndir og taka þurfi tillit til þess sem vitað er um höfund verks eða tímann sem verkið var samið á. Doktorsefnið hefur valið að raða varðveittum dæmum yfirleitt þannig í yfir- litstöflur að ritum er raðað eftir ritunartíma en dæmum ekki raðað eftir aldri handrits. Reyndar er dálítið óheppilegt að nota um þetta orðið ritunartími þar sem átt er við tíma samningar. Meðal textanna sem um ræðir er forn kveðskapur, t.d. í töflunni á bls. 181, og það er sérkennilegt að kalla þar tímabilið 10.–12. öld „ritunartíma“ dróttkvæða þótt ekkert sé vitað um að þau hafi verið „rituð“ þegar á 10. öld. Þetta orðaval er þó ekki alvarleg yfirsjón og veldur lesendum vonandi ekki misskilningi, en þessi flokkun dæmanna gefur töflunum það yfirbragð að höfundur líti á tíma samningar sem aðalmælikvarðann. Á báðum aðferðunum, að raða eftir tíma samningar og eftir aldri handrits, eru gallar og þeim fylgja ýmis vandkvæði. Doktorsefnið reifar þetta í formála (bls. 48–51) en hefði mátt gera skýrari grein fyrir þessu vali. Lesandinn kann að velta því fyrir sér hvort myndin af þróun einhvers af orðunum sex hefði orðið önnur ef sjónum hefði verið beint að aldri handrits. Sömuleiðis má spyrja hvort Katrín hafi gert tilraunir með báðar aðferðirnar og niðurstöður rannsókna hennar hafi á einhvern hátt mælt með því að miða við tíma samningar. 1. spurning: Hvað réð úrslitum um að dæmum var raðað í töflur eftir „ritunartíma“ texta en ekki eftir aldri handrits? 3. Samband hljóðsögu og beygingarsögu Ritgerðin Sögur af orðum ber undirtitilinn Sex athuganir á beygingarþróun í íslensku. Eins og það heiti ber með sér beinist athyglin að beygingu og málbreyt- ingum sem eru beygingarfræðilegs eðlis. Frá helstu tegundum slíkra breytinga er sagt í formála og vísað til hans eftir þörfum í meginmálsköflum. Orðmyndir eru þó, eins og alkunna er, settar saman úr hljóðum, og í sögu hvers orðs koma bæði fyrir breytingar sem eru hljóðkerfisfræðilegs eðlis og beygingarfræðilegs. Ekki verður hjá því komist að gera báðum þessum hliðum skil og skera úr um hvar í þróuninni hafi orðið hljóðbreyting og hvar áhrifsbreyting. Af þessum sökum má lýsing á sögu orðs ekki líta fram hjá hljóðsögunni. Ef hvergi er minnst á framburð eða hljóðbreytingar fær textinn þann svip að höfundurinn telji hljóðsögu auka- atriði eða óþarft að gera grein fyrir henni; hann meðhöndli orðmyndir jafnvel ein- Guðrún Þórhallsdóttir174
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.