Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 175

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 175
göngu sem ritmyndir en ekki talað orð sem var fært í letur, hugsi um bókstafi en ekki hljóð. Ekki er hægt að segja um þessa ritgerð að hljóðsagan sé algerlega hunsuð. Víða er minnst á hljóðbreytingar og þátt þeirra í þróun beygingar. Í kaflanum um sögu eignarfornafna er meðal annars gerð grein fyrir því að stytting langs r í bakstöðu í nefnifalli eintölu karlkyns hafi átt þátt í að koma af stað breytingum á eignarfornöfnunum okkarr, ykkarr og yðarr (sjá bls. 450–451). Þar sem hljóð - breytingar eru nefndar í ritgerðinni er þeim hins vegar lýst á mjög einfaldan hátt, yfirleitt án þess að settar séu fram nákvæmar formlegar reglur eða sýnd hljóðritun. Til dæmis er fyrrnefndri styttingu langs r lýst með orðum og bók- stöfum: „Um miðja 14. öld styttist rr í r í bakstöðu á eftir löngu sérhljóði og einnig í áhersluleysi“ (bls. 450). Í umfjöllun um málsögu hefur slík lýsing vissu- lega oft verið látin nægja, en lýsing á framburði þarf að vera nákvæm og skýr þannig að lesandinn eigi auðvelt með að túlka hana og ekki sé hætta á misskiln- ingi. Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi um hnökra á umfjöllun um framburð úr kafla ritgerðarinnar um fornafnið hvorgi sem varð að nútímamálsfornafninu hvorugur. Sá sem les á bls. 97 að t hafi fallið brott úr orðmyndinni hvortki (nf./þf.et.hk. af fn. hvorgi) þarf að hafa augun opin til að átta sig á smávillu í 39. nmgr.: „Einnig mætti gera ráð fyrir samlögun, tk > kk, en kk gæti ekki haldið lengdinni á undan samhljóði.“ Þarna getur höfundurinn þess að þróunin hvortki > *hvorkki > hvorki komi til greina en gætir ekki að því að í orðmyndinni *hvorkki væri kk á eftir sam- hljóði en ekki undan. Þegar sagt er frá heimild um orðmyndina hvornugan frá 20. öld er ekki hljóðritað, heldur bókstafir látnir nægja, og ekki er alveg augljóst hvernig lesa eigi úr þeirri táknun, þ.e. „frb. hvodnugan“ (31. nmgr. bls. 94). Þessi framburðarmynd er höfð eftir manni af Jökuldal og meðal annars gæti vakið furðu að hann hefði haft hv-framburð. Nákvæmara væri að sýna hljóðritun og það kæmi sér betur fyrir þá sem kynnu að vilja vitna til þessa dæmis síðar. Framangreind sýnishorn má sjálfsagt kalla smávægilega ónákvæmni en þau benda þó til að höfundurinn hafi ekki haft hljóðritun í huga jafnt og þétt og talið mikilvægt að lýsa framburði sem allra nákvæmast. Í kaflanum um fornafnið hvorgi eru hljóðbreytingar nefndar með stuttri lýsingu af þessu tagi. Til dæmis er nefnt að það sé samlögun að m hafi orðið að n fyrir áhrif frá g næst á eftir (11. nmgr. bls. 82), en framburði klasanna fyrir og eftir breytinguna er ekki lýst nánar og ekki kemur fram í hverju áhrif g voru fólgin. Í þessum kafla ritgerðarinnar er sérstaklega bagalegt að framburði orðmynda skuli ekki vera lýst nákvæmlega vegna þess að saga fornafnsins hvorgi er flókin og lesandinn getur átt erfitt með að átta sig á breytingunum ef þær eru ekki út - skýrðar vandlega skref fyrir skref. Hér að neðan eru sýndar annars vegar endur- gerðar myndir fornafnsins (úr töflu 1 á bls. 75), sem sýna beyginguna fyrir daga elstu ritheimilda, og hins vegar staðalmyndir nútímamáls. Andmæli við doktorsvörn Katrínar Axelsdóttur 175
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.