Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 175
göngu sem ritmyndir en ekki talað orð sem var fært í letur, hugsi um bókstafi en
ekki hljóð.
Ekki er hægt að segja um þessa ritgerð að hljóðsagan sé algerlega hunsuð.
Víða er minnst á hljóðbreytingar og þátt þeirra í þróun beygingar. Í kaflanum
um sögu eignarfornafna er meðal annars gerð grein fyrir því að stytting langs r
í bakstöðu í nefnifalli eintölu karlkyns hafi átt þátt í að koma af stað breytingum
á eignarfornöfnunum okkarr, ykkarr og yðarr (sjá bls. 450–451). Þar sem hljóð -
breytingar eru nefndar í ritgerðinni er þeim hins vegar lýst á mjög einfaldan
hátt, yfirleitt án þess að settar séu fram nákvæmar formlegar reglur eða sýnd
hljóðritun. Til dæmis er fyrrnefndri styttingu langs r lýst með orðum og bók-
stöfum: „Um miðja 14. öld styttist rr í r í bakstöðu á eftir löngu sérhljóði og
einnig í áhersluleysi“ (bls. 450). Í umfjöllun um málsögu hefur slík lýsing vissu-
lega oft verið látin nægja, en lýsing á framburði þarf að vera nákvæm og skýr
þannig að lesandinn eigi auðvelt með að túlka hana og ekki sé hætta á misskiln-
ingi. Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi um hnökra á umfjöllun um framburð
úr kafla ritgerðarinnar um fornafnið hvorgi sem varð að nútímamálsfornafninu
hvorugur.
Sá sem les á bls. 97 að t hafi fallið brott úr orðmyndinni hvortki (nf./þf.et.hk.
af fn. hvorgi) þarf að hafa augun opin til að átta sig á smávillu í 39. nmgr.: „Einnig
mætti gera ráð fyrir samlögun, tk > kk, en kk gæti ekki haldið lengdinni á undan
samhljóði.“ Þarna getur höfundurinn þess að þróunin hvortki > *hvorkki > hvorki
komi til greina en gætir ekki að því að í orðmyndinni *hvorkki væri kk á eftir sam-
hljóði en ekki undan.
Þegar sagt er frá heimild um orðmyndina hvornugan frá 20. öld er ekki
hljóðritað, heldur bókstafir látnir nægja, og ekki er alveg augljóst hvernig lesa eigi
úr þeirri táknun, þ.e. „frb. hvodnugan“ (31. nmgr. bls. 94). Þessi framburðarmynd
er höfð eftir manni af Jökuldal og meðal annars gæti vakið furðu að hann hefði
haft hv-framburð. Nákvæmara væri að sýna hljóðritun og það kæmi sér betur
fyrir þá sem kynnu að vilja vitna til þessa dæmis síðar.
Framangreind sýnishorn má sjálfsagt kalla smávægilega ónákvæmni en þau
benda þó til að höfundurinn hafi ekki haft hljóðritun í huga jafnt og þétt og talið
mikilvægt að lýsa framburði sem allra nákvæmast. Í kaflanum um fornafnið
hvorgi eru hljóðbreytingar nefndar með stuttri lýsingu af þessu tagi. Til dæmis er
nefnt að það sé samlögun að m hafi orðið að n fyrir áhrif frá g næst á eftir (11.
nmgr. bls. 82), en framburði klasanna fyrir og eftir breytinguna er ekki lýst nánar
og ekki kemur fram í hverju áhrif g voru fólgin.
Í þessum kafla ritgerðarinnar er sérstaklega bagalegt að framburði orðmynda
skuli ekki vera lýst nákvæmlega vegna þess að saga fornafnsins hvorgi er flókin og
lesandinn getur átt erfitt með að átta sig á breytingunum ef þær eru ekki út -
skýrðar vandlega skref fyrir skref. Hér að neðan eru sýndar annars vegar endur-
gerðar myndir fornafnsins (úr töflu 1 á bls. 75), sem sýna beyginguna fyrir daga
elstu ritheimilda, og hins vegar staðalmyndir nútímamáls.
Andmæli við doktorsvörn Katrínar Axelsdóttur 175