Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 190
6. spurning
Í bókinni er ekki mikil áhersla lögð á fræðikenningar. Ástæðan er einfaldlega sú
að ég hef frekar takmarkaðan áhuga á kenningum, fræðarömmum og sjónarhorn-
um út af fyrir sig. Ég hef auðvitað kynnt mér og notað ýmsar gagnlegar kenning-
ar og hugtök, og það held ég að komi ágætlega fram. En ég spyr mig alltaf hvað
kenningin geti gert fyrir söguna mína, ekki hvað sagan geti gert fyrir kenninguna.
Efnið er í brennidepli en ekki kenningar og hugtök. Þó er ekki þar með sagt að í
þetta efni verði ekki sótt neitt varðandi kenningar og skilgreiningar hugtaka.
Slíka umræðu má meira að segja stundum finna í ritgerðinni ef vel er að gáð. En
hún er nokkuð á víð og dreif, gjarna í neðanmálsgreinum, og lesendur þurfa
vissu lega að hafa svolítið fyrir því að leita að henni.
Það sem myndi kannski helst freista kenningasmiða er umfjöllunin um affix
pleonasm eða aukningu sem áður var getið. Umræðan um þetta er mjög dreifð í
bókinni og ég hugleiddi á sínum tíma að draga hana saman á einum stað og bæta
jafnframt við hana. Það hefði hins vegar lengt bókina talsvert og hún var þegar í
lengra lagi. Eðlilegri vettvangur finnst mér vera grein, sem yrði þá best höfð á
máli sem flestir skilja. Áðurnefnd grein Haspelmath frá 1993 er lærdómsrík og
hún gagnaðist mér vel en ég komst líka að því að skilgreining hans á hugtakinu
féll ekki alveg að mínum hugmyndum (sbr. svar við 5. spurningu). Þá féll hún
ekki að sumum þeirra dæma sem ég hef safnað um fyrirbærið. Samkvæmt Has -
pel math er viðbótin sjálf, það sem er bætt við eldri mynd, alltaf reglulegur/virkur
orðhluti. Myndir eins og hvorng-an og ekki-ð falla vel að þessu, -an og -ð eru
reglulegar endingar. En þetta á síður við um sum önnur dæmi sem ég hef talið til
aukningar, hvorkirt/hvorkert og ekkirt/ekkert. Þarna felur viðbótin, -rt, í sér fleira
en reglulega beygingarendingu. Annaðhvort er að víkka skilgreininguna á affix
pleonasm eða líta svo á að t.d. ekkirt/ekkert hafi orðið til við blöndun (e. blending)
en ekkið við affix pleonasm. Síðari möguleikinn finnst mér ekki álitlegur kostur,
mér finnst öll þessi dæmi eiga heima undir sama hatti. Ég vil telja þetta til aukn-
ingar sem ég lít á sem undirtegund blöndunar. Haspelmath vill líta á affix pleo-
nasm sem annað fyrirbæri en blöndun en þó náskylt. Þetta er því enginn meiri-
háttar skoðanamunur. Og ef ég skrifaði grein um aukningu myndi hún fjalla um
fleira en skilgreiningu. Mér finnst hugsanleg tengsl tíðni og aukningar í raun
áhugaverðari. Mínar athuganir benda til þess að þegar bæði útjöfnun (dæmigerð
áhrifsbreyting) og aukning (ódæmigerð áhrifsbreyting) eru færar leiðir kunni
niðurstaðan að ráðast af tíðni; útjöfnun herji fyrst á það sem er sjaldgæft en aukn-
ing komi helst fram þar sem tíðni er í hærra lagi.
Katrín Axelsdóttir190