Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 24
B rynja Bjarnadóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar á slysa- og bráðamóttökunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún fór til Nepal í byrjun mars til að stunda framhaldsnám í jóga- kennslu. Þegar Brynja fór út var aðeins eitt nýgreint COVID-19 til- felli á Íslandi. „Mig grunaði aldrei á þeim tíma að ástandið yrði svona ofboðslega slæmt og veiran myndi breiðast hratt út,“ segir hún í samtali við Víkur- fréttir. Hátt uppí Himalaya-fjöllum með mjög takmarkað netsamband og ákveðin að vera lítið sem ekkert í símanum fyrir komu sína þangað þá fann Brynja þörfina fyrir að heyra mjög reglulega í fólkinu sínu heima í ljósi aðstæðna. Brynja hefur tekið saman frásögn af ferðalaginu til Nepal og þeim ævintýrum sem hún lenti í við að komast aftur heim til Íslands. Sög- unni deilir hún hér með lesendum Víkurfrétta. Hlutirnir breyttust hratt og engra kosta völ Í ósýktu landi á þeim tíma voru miklar ráðstafanir varðandi fyrir- byggjandi aðgerðir. Af öllum fimm flugunum sem ég tók frá Íslandi og í gegnum fimm flugvelli á leið til Nepal þá var Nepal eina landið þar sem ég var hitamæld um leið og ég gekk frá borði. Rúmlega tveimur til þremur vikum eftir að ég lenti var tekin sú ákvörðun af ríkisstjórn Nepal að lokað yrði fyrir öll flug til landsins. Á svipuðum tíma lokaði Indland sem þýddi að við mætti búast að matur yrði af skornum skammti. Fréttirnar sem komu svo í kjölfarið voru að Nepal ætlaði að loka fyrir flug til landsins í tíu daga og því banni yrði aflétt 31. mars. Bannið skall á og við enn í Pokhara. Dagarnir liðu og hlutirnir breyttust hratt, banninu var svo framlengt til um miðjan apríl. Bæði kennarar og nemendur jóganámsins fengu boð frá sinni ríkisstjórn að best væri að halda heim og sömuleiðis ég. Við áttum engra kosta völ. Ann- ars yrðum við föst í Nepal næstu mánuðina þar sem þjónusta lægi niðri, matur af skornum skammti og aðgang að ásættanlegri heilbrigðis- þjónustu væri erfitt að fá. Á sama tíma var hugsað til heimamanna sem mögulega myndu þurfa hana miklu frekar en við. Strandaglópar í orðsins fyllstu merkingu Það var hægara sagt en gert að skipu- leggja heimför. Í þrjá daga vorum við eins og lítil skrifstofa að finna leið út úr Nepal. Þarna var búið að banna allar samgöngur og þú máttir alls ekki fara út úr húsi nema að vera með sérstakt leyfi. Við vorum strandaglópar í orðsins fyllstu merk- ingu. Á þriðja degi, eftir að vera búin að hafa samband við öll utanríkis- ráðuneyti sem við höfðum aðgang að á þeim tíma: Íslands, Þýskalands, Austurríkis og Frakklands, með litlum árangri um hvernig hægt væri að komast í burtu þá fóru hlutirnir að ganga upp. Bæði Þýskaland og Frakkland ætluðu að senda neyðar- flug til að sækja sitt fólk sem var fast í Nepal. Flugin færu frá Kathmandu til Doha og þaðan til Frankfurt eða Parísar. Þetta voru miklar gleðifréttir. Núna var bara að komast til Kathmandu, það var klárlega erfiðasti parturinn af þessu öllu saman. Það var enginn viljugur að koma okkur þangað þar sem erfitt var að fá leyfi til að ferðast frá Pokhara til Kathmandu. Við höfðum fengið sent leyfisbréf frá okkar löndum. En það veitti ein- göngu leyfi til að fara fótgangandi. Leyfið sem okkur vantaði þurfti að innihalda nafn bílstjórans, bílnúm- er, hvert skal haldið, staðfesting á hótelbókun í Kathmandu og svo flugi þaðan úr landi. Enginn vildi Brynja Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur, fór í framhaldsnám í jógakennslu til Nepal og var þar þegar landið lokaðist vegna COVID-19. Brynja tók saman ferðasögu um heimferðina. Ævintýraför frá Nepal til Íslands 24 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.