Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 37
þessu flugi voru fjórir flugstjórar og
tveir flugmenn ásamt tveimur flug-
virkjum og þremur hlaðmönnum.
Fluginu var skipt niður á milli okkar
flugmanna samkvæmt fyrirfram
ákveðnu verklagi sem samþykkt
var af flugmálayfirvöldum þar sem
vakttíminn var með lengra móti.
Eftir lendingu í Shanghai tók svo við
að taka eldsneyti fyrir heimferðina
og að hlaða um sautján tonnum af
lækninga- og hjúkrunarvörum um
borð. Með samstilltu átaki þar sem
allir lögðu sitt af mörkum tókst vel
að koma vörunum fyrir um borð.
Fyllstu varúðarráðstafanir voru
teknar í ljósi aðstæðna og vorum við
öll með grímur og hanska á meðan
við vorum á jörðinni í Kína. Við tók
svo flugið heim sem var öllu lengra
sökum mótvinds á leiðinni. Flogin
var nokkuð svipuð leið til baka og
þegar við nálguðumst Ísland í 40.000
fetum reis fallega eyjan okkar úr sæ
og hægt var að sjá landsendanna á
milli í blíðviðrinu sem tók á móti
okkur eftir um 13½ klukkustunda
langt flug frá Kína, sem er það
lengsta sem Icelandair hefur flogið
leyfi ég mér að fullyrða. Það er stór
hópur innan Icelandair sem kemur
að því að því að skipuleggja svona
flug en þess má geta að það voru
fleiri Suðurnesjamenn sem komu
að þessu flugi. Þau Örn Eiríksson,
sem var einn af hlaðmönnunum
í ferðinni, og Jenný Waltersdóttir,
verkefnastjóri hjá Icelandair, sem
tók þátt í skipulagningu ferðarinnar.
– Hvað viltu segja um stöðuna
sem flugbransinn er að upplifa
núna á tímum COVID-19?
Flugbransinn er að upplifa stöðu
sem hefur ekki komið upp áður. Það
hafa vissulega komið erfið tímabil
í fluginu en ekkert þessu líkt, að
nánast allur flugfloti í heiminum
sé kyrrsettur. Frá því ég byrjaði í
þessum bransa hefur maður gengið
í gegnum nokkrar lægðir, svo sem
árásirnar á tvíburaturnana þann 11.
september 2001, efnahagskreppuna
2008, gosið í Eyjafjallajökli 2010 og
svo COVID-19 2020. Það er óhætt
að segja að flugiðnaðurinn í heild
sinni í heiminum eigi í verulegum
kröggum þessi misserin þar sem
tekjuhlið rekstursins hefur nánast
þurrkast út. Icelandair hefur gripið
– Hefur notið páskanna í faðmi fjölskyldunnar og ef hann fengi eitt símtal í dag
myndi hann hringja í 95 ára gamla ömmu sína sem er í sjálfskipaðri sóttkví.
Sannfærður að um lengsta flug
Icelandair sé að ræða
... og þegar við
nálguðumst Ísland
í 40.000 fetum
reis fallega eyjan
okkar úr sæ og
hægt var að sjá
landsendanna á
milli í blíðviðrinu ...
Það var fyrir
margar sakir mjög
ánægjulegt að
fara í þetta flug þó
svo að þetta hafi
verið langt en við
flugum þetta fram
og til baka ...
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 37