Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 23
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Á að ferðast eitthvað í sumar? Já, ætla að ferðast innanlands, taka hringinn í kringum landið. Ætla að njóta þess í botn með fjölskyldunni. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir er bílstjóri hjá Ferðaþjónustu Reykjaness. Hún var heima um páskana eins og flestir en notaði þá til smá fram- kvæmda. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Freyju Draumaegg og málshátturinn var: „Maður er manns gaman.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Ég nota símann og tölvuna gegnum skilaboðin á fésbókinni. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Mamma og pabbi, þau eru bara alltaf til staðar. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Mér finnst það bara allt í góðu, það er bara gott að fólk bremsi sig aðeins af og fari að njóta augnabliksins, huga að sínu nærumhverfi og átti sig á því hvað það getur haft það gott með sjálfum sér og sínum nánustu án allra stórra mannfagnaða. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Að hraðinn skipti ekki eins miklu máli og við héldum, fólk hefur lifað svo hratt og það þarf allt að gerast í gær. Ég held að fólk eigi eftir að átta sig á því hvað lífið hefur upp á að bjóða og hvað fjölskyldan skiptir miklu máli, tengsl manna munu breytast mikið og við verðum með- vitaðri um hvert annað. – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Já, já, eða ég reyni það að ég held. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Grillmat. – Hvað var í páskamatinn? Úrvals hryggur. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Mér finnst ekkert skemmtilegt að elda. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Skinkuhorn og skúffukaka. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Eitthvað svakalega gott á grillið. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Veðrið hefur lagast helling. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Æ, allar þessar vondu fréttir, dauðs- föll vegna COVID-19 og af manna- völdum, hvarf á ungri stúlku, þetta fer ekki vel í sálina. Mínar hugsanir og bænir eru hjá aðstandendum þeirra. Fólk hefur lifað svo hratt og það þarf allt að gerast í gær Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir segir að hraði lífsins skipti ekki svona miklu máli og það eigum við eftir að læra af heimsfaraldrinum. Netspj@ll vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.