Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 21
Royal Iceland er eina fyrirtækið hér á landi sem stundar veiðar og vinnslu á beitukóngi. Í fyrra veiddust 360 tonn af beitukóngi sem er soðinn í skelinni í vinnslunni í Njarðvík og seldur að stærstum hluta til Kína og vesturstrandar Bandaríkjanna. Kílóið á 20.000 kr. Eftir beitukóngsvertíðina fer bátur Royal Iceland á ígulkerjaveiðar í Breiðafirðinum. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í hrognavinnslu úr ígul- kerjunum fyrir sushi-markaðinn. Lífi er haldið í ígulkerjunum alveg fram að vinnslu sem er flókin og vandasöm en það er eftir miklu að slægjast því ígulkerjahrogn eru dýrasta sjávarafurðin sem seld er frá Íslandi. Þau eru unnin í marg- víslegar pakkningar eftir stærð og lit hrognanna. Dýrasta varan fer á sushi-markaðinn og kostar nálægt 20.000 krónum kílóið. Úr hverju ígulkeri fást hins vegar ekki nema örfá grömm af hrognum. Þetta eru því fimm mismunandi ver- tíðir sem og fimm gerólíkir mark- aðir sem Royal Iceland er að fást við. Lúðvík Börkur segir flækjustigið hátt en með samstilltu átaki og mikilli reynslu hans og meðeigandanna, Kristjáns Hjaltasonar, Jóns Magnús Kristjánssonar og Jóns Guðmanns Péturssonar, hefur fyrirtækið styrkt sig í sessi og vaxið í það að halda uppi atvinnu fyrir 20–40 manns eftir vertíðum. Tollfrjálst aðgengi að Evrópu Til þess að komast nær sínum helstu mörkuðum í Evrópu opnaði Royal Iceland verksmiðju í Póllandi í fyrra. Lúðvík Börkur segir ávinninginn af því margháttaðan. Leiðin inn á markaðinn styttist, tollar eru ekki lagðir á vörur verksmiðjunnar, allur kostnaður í tengslum við aðföng sé mun lægri og launaliðurinn er mun lægri en menn eiga að venjast á Íslandi. „Við tókum strax þá stefnu að hefja dreifingu til lítilla heildsala í stað þess að selja til stórra innflutnings- fyrirtækja. Það sem við fáumst við þarna kallast á ensku „asian food distribution“, eða dreifing á mat- vælum fyrir asíska eldhúsið í Evrópu með aðaláherslu á japönsku veitinga- staðina. Saga sushi-veitingastaða í Evrópu er ekki löng. Hún hefst raunar ekki að ráði fyrr en í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Gömlu rógrónu fyrirtækin í matvæladreif- ingu í Evrópu lögðu sig ekki eftir því að skilja flækjustigið sem fylgir dreifingu á sushi. Það dugar til að mynda ekki að bjóða sushi-veitinga- stað þrjár tegundir af hrísgrjónum því hann þarf að minnsta kosti átján tegundir. Af þessari ástæðu varð til alveg ný dreifingarleið innan Evr- ópu. Alls staðar voru stofnuð sér- hæfð „asian food distribution“-fyrir- tæki. Sérhæfingin felst í hinu mikla vöruúrvali,“ segir Lúðvík Börkur. Sérhönnuð verksmiðja Framleiðslustjóri hjá Royal Iceland er Pólverjinn Mariusz Andruszkie- wicz sem hefur starfað þar alveg frá því fyrirtækið hér Bakkavör Ísland. Reyndar eru allir millistjórnendur Pólverjar. Það lá því beinast við að setja upp framleiðslueiningu í Pól- landi þar sem millistjórnendurnir eru á heimavelli. Eftir mikla leit að hentugu húsnæði keypti Royal Icel- and 50 ára gamla brauðverksmiðju í bænum Znin í Mið-Póllandi. Eitt og hálft ár tók að endurbyggja húsið nánast frá grunni. Vinnsla hófst þar í fyrra. Japanskir viðskiptavinir sem hafa skoðað verksmiðjuna hafa lokið miklu lofsorði á hana og segja hana vera fyrstu verksmiðjuna í Evrópu sem er sérstaklega hönnuð til að framleiða slíkar vörur inn á asíska markaðinn. Framleiðslugeta verður fimmföld á við það sem hún er í verksmiðjunni í Njarðvík. Einkum þrennt vinnst með því að flytja hluta af vinnslunni til Póllands; í fyrsta lagi mun lægri launakostnaður, minni fraktkostnaður frá Íslandi, lægri kostnaður í tengslum við aðföng og tollfrjálst aðgengi að mörkuðum í Evrópu. „Launaliðurinn breytir auðvitað miklu. Við getum leyft okkur að vera í mannaflsfrekri framleiðslu eins og makrílvinnslu. Þarna skerum við til dæmis makrílflök í átta gramma sneiðar og tuttugu sneiðum er raðað í hvern bakka. Hver sneið passar ofan á einn sushi-rétt.“ Royal Iceland er fyrirtaks dæmi um fyrirtæki sem hefur vaxið og dafnað í gegnum sérhæfingu í veiðum, vinnslu og ekki síður sölu- og markaðsmálum. Það skapar mikinn virðisauka eftir leiðum sem á Íslandi eru óhefðbundnar, eins og í vinnslu hrogna úr bolfiski og ígulkerjum og áherslu á matvæladreifingu fyrir asíska eldhúsið í Evrópu. Viðtalið er eftir Guðjón Guð- mundsson og birtist í Fiskifréttum, það er birt með leyfi blaðsins. Japanskir viðskiptavinir [...] segja hana vera fyrstu verksmiðjuna í Evrópu sem er sérstaklega hönnuð til að framleiða slíkar vörur inn á asíska markaðinn ... Lúðvík Börkur ásamt Mariusz Andruszkiewicz, framleiðslustjóra, við þorskhrognamassa. Verksmiðjan í Znin er sérhönnuð til framleiðslu á matvöru fyrir japanska eldhúsið. Royal Iceland greiðir helmingi hærra verð fyrir heil hrogn. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.