Víkurfréttir - 16.04.2020, Blaðsíða 35
– Sigurborg Magnúsdóttir, kennari
í Heiðarskóla, hefur notið samveru
stórfjölskyldunnar og er nýbúin að
kaupa miða á Þjóðhátíð fyrir hana.
Víkurfréttir lögðu nokkrar laufléttar
spurningar fyrir Sigurborgu.
– Hvernig hefur þú verið að verja
páskunum?
Ég er svo heppin að mér leiðist ekk-
ert að leiðast, mér finnst auðvelt
að hlýða Víði. Við stórfjölskyldan
höfum notið þess að vera heima í
páskafríinu. Við höfum stundað
Metabolic-æfingar og nýtt okkur
vel æfingar frá Helga. Við höfum
spilað, legið í sófanum og horft á
sjónvarp, dansað við Helga Björns,
farið í göngutúra og ýmislegt fleira.
Ég byrjaði líka á bókinni hans Andra
„Um tímann og vatnið“ og hlakka til
að halda áfram með hana. Það allra
besta við páskafríið 2020 er klárlega
samveran heima með Gunna og
börnunum okkar.
– Hvernig páskaegg fékkstu og
hver var málshátturinn?
Klassískt Nóa & Sirius nr. 4. „Betri
er beiskur sannleiki en blíðmál lygi.“
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til
að eiga í samskiptum við fólk?
Aðallega símtöl og Zoom.
– Ef þú fengir bara að hringja eitt
símtal í dag, hver fengi það símtal
og hvers vegna?
Hópsímtal á systkini mín því mér
þykir svo óendanlega vænt um þau.
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu
tíðindi um að það muni jafnvel
margar vikur inn í sumarið að
aflétta hömlum vegna COVID-19?
Eins og málshátturinn minn segir þá
er betra að fá að heyra þetta strax
og undirbúa sig. Er samt nýbúin að
kaupa miða á þjóðhátíð í Eyjum fyrir
alla fjölskylduna.
– Hvaða lærdóm getum við dregið
af heimsfaraldrinum?
Hraðinn og spennan í tilverunni þarf
að minnka og í stað þess að þjóta út
um allt getum við unnið meira og
betur saman. Ég vona að manneskjan
átti sig á að við verðum að slaka á
í græðgi því ég trúi því að hún sé
mögulega rótin að þessu. Munum
svo að lífið er alltaf akkúrat núna,
dagurinn í dag kemur ekki aftur svo
njótum hans eins vel og við getum.
– Ertu liðtæk í eldhúsinu?
Já, við Gunni höfum bæði mjög
gaman af því að elda sem er mjög
hentugt á stóru heimili.
– Hvað finnst þér virkilega gott
að borða?
Nautasteik með góðu meðlæti.
– Hvað var í páskamatinn?
Lambahryggur með steiktum gul-
rótum, aspas og sveppum. Litlar pav-
lovur með skyrfyllingu í eftirrétt.
– Hvað finnst þér skemmtilegast
að elda?
Fastur liður á föstudögum eru
heimagerðar pizzur. Ég geri botnana
og svo gerir hver og einn sína pizzu
og skellir í pizzaofninn góða. Þetta
er skemmtileg hefð, bestu pizzur í
heimi og frábær samvera.
Hvað var bakað síðast á þínu heimili?
Möndlukaka sem sló rækilega í gegn!
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað
myndir þú kaupa í matinn?
Ekki auðvelt fyrir átta manna fjöl-
skyldu en mögulegt að redda þessu
með því að kaupa í uppáhaldspasta-
rétt fjölskyldunnar, Pasta Arrabiata,
sem er mjög góður og fljótlegur
réttur.
– Hvað hefur gott gerst í vikunni?
Við höfum fengið að finna fyrir vor-
inu og vaknað við fuglasöng.
– Hvað hefur vont gerst í vikunni?
Án nokkurs vafa er það fráfall Ingu
systur minnar.
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Leiðist ekkert að leiðast
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali?
Hver er spurningin og svarið við henni?
– Áttu rafmagnsbíl?
En gaman að þú skildir spyrja að þessu því við erum einmitt
nýbúin að kaupa okkur rafmagnsbíl! Það er æðisleg tifinning
að fara út að aka á honum.
Sigurborg og fjölskylda slógu
ekki slöku við í heimaæfingum
um páskana eins og sjá má í
meðfylgjandi myndbroti.
Netspj@ll
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 35
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.